Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Sameiginlegur vinnudagur stjórnar og starfsfólks SSNE haldinn á Akureyri

Stjórn og starfsfólk SSNE hittust á sameiginlegum vinnudegi í Hofi í gær, þann 6. desember, þar sem gafst kærkomið tækifæri til að hittast í eigin persónu og eiga samtal um samtökin, störf þeirra og framtíðaráform. Öll sveitarfélög SSNE eiga fulltrúa í stjórn og alla jafna fara stjórnarfundir fram í netheimum.

Netmiðja á Akureyri

Í dag kynntu forsvarsaðilar Mílu samstarfssamning fyrirtækisins við sæstrengjafyrirtækið FARICE um uppbyggingu nýrrar fjarskiptamiðju á Íslandi fyrir netumferð til og frá landinu.

Opinn fundur um mótun sviðslistastefnu

Þann 6. desember verður haldinn opinn fundur og mun Bjarni Snæbjörn Jónsson leiða umræður. Við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig og taka þátt í umræðum miðvikudaginn kl. 13-17 í Þjóðleikhúskjallaranum eða á zoom. Skráning er nauðsynleg Mótun sviðslistastefnu - Opinn fundur Perfoming Arts Policy - Open Meeting (google.com)

76 verkefni hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

76 verkefni hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og verða verkefnin kynnt á rafrænni úthlutunarhátíð sem haldin verður 13. desember kl. 15:00.

Ferðaþjónustuvikan í janúar

Dagana 16.- 18. janúar næstkomandi munu stærstu aðilarnar í stoðkerfi ferðaþjónustu koma saman og standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.

Nóvemberpistill framkvæmdastjóra SSNE

Það er vert að byrja þennan pistil sem birtist 1. desember á að óska ykkur öllum til hamingju með daginn, en eins og flest vita vonandi þá er dagurinn í dag fullveldisdagur Íslendinga.

Mikill áhugi á grænum styrkjum á Norðurlandi eystra

Samband íslenskra sveitarfélaga, Rannís, SSNE og Eimur stóðu fyrir kynningarfundi á styrkjaumhverfinu fyrir græn verkefni í síðustu viku. Kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri, en einnig sendur út í streymi. Aðsókn var nokkuð jöfn í gegnum netheima og á staðfund, en í allt sóttu 40 manns fundinn.

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 - Opið fyrir umsóknir

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.

Vel heppnað Ungmennaþing SSNE á Raufarhöfn

Valdefling ungs fólks á Norðurlandi eystra – Ungmennaþing SSNE 2023 á Raufarhöfn

Eimur sækir 15 milljónir í Loftslagssjóð til lífgasvinnslu í Líforkugörðum

Úthlutað hefur verið úr Loftslagssjóði og hlaut Eimur hámarksstyrk fyrir verkefnið Lífgasver í Líforkugörðum við Eyjafjörð, en verkefnið er samstarfsverkefni Eims, SSNE og Bláma. Markmið verkefnisins er að undirbúa byggingu lífgasvers þar sem framleitt yrði metangas, að drjúgum hluta úr mykju af nálægum kúa- og svínabúum. Lífmassi er afar vannýtt auðlind á Íslandi og lífgas getur leikið mun stærra hlutverk í orkuskiptum.
Getum við bætt síðuna?