Áhersluverkefni
Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar, menningar og markaðsmála. Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn SSNE og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. Yfirlit yfir áhersluverkefni má sjá hér að neðan.
Áhersluverkefni 2020-2024
Yfirlit yfir samþykkt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.
Verkefni samþykkt 2024
Stjórn SSNE valdi 16 verkefni sem áhersluverkefni SSNE fyrir árið 2024, heildar styrkur til verkefnanna var 74.679.120 kr. og skiptist í eftirfarandi verkefni:
Upptakturinn - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
Sjálfbær ferðaþjónusta
Veltek - heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands eystra
Loftum - fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál
Ungmennaþing Norðurlands eystra
Uppspretta
Fiðringur, hæfileikakeppni unglinga á Norðurlandi eystra
Útrýming malarvega
Aukið samstarf sveitarfélaga
Áfangastaðaáætlun Norðurhjara
Eimur
Samfélagsleg áhrif af millilandaflugi á Norðurlandi eystra
Saman erum við öflugri, STEM
Hönnunarþing á Húsavík
Kornskemman
Efnahagsleg umsvif á Norðurlandi eystra
Verkefni samþykkt 2023
Stjórn SSNE valdi 18 verkefni sem áhersluverkefni SSNE fyrir árið 2023, heildar styrkur til verkefnanna var 72,8 milljónir króna sem skiptast á eftirfarandi verkefni:
Aukinn sýnileiki Norðurlands eystra
Upptakturinn - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
Sjálfbær ferðaþjónusta
Samfélagsleg áhrif af millilandaflugi á Norðurlandi eystra
Veltek - heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands eystra
Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra
Loftum - fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál
Ungmennaþing Norðurlands eystra
Fjölmenningarráð SSNE
Uppspretta
Fiðringur, hæfileikakeppni unglinga á Norðurlandi eystra
Félagsmiðstöð í skýjunum
Útrýming malarvega
Efling íslensku sem annars máls fyrir fullorna á starfssvæði SSNE
Auka fjárfestingar á Norðurlandi eystra
Líforkuver í Eyjafirði
Gull úr grasi
Svæðisskipulag Norðurlands eystra - undirbúningur
Verkefni samþykkt 2022
Stjórn SSNE valdi 14 verkefni sem áhersluverkefni SSNE fyrir árið 2022, heildar styrkur verkefnanna var 62,9 milljónir og skiptist á eftirfarandi verkefni:
Kynning og upplýsingamiðlun á ensku
Markaðs- og kynningarsókn framhaldsskólanna
Gullakistan: Námskráin og tækifærinn alltumlykjandi - barnamenning
Lærisneið
Sjálfbær ferðaþjónusta á Norðurlandi
Fræðsluáætlun varðandi umhverfis og loftslagsmál
Ungmennaþing
Fiðringur, hæfileikakeppni grunnskólanemenda á Norðurlandi eystra
Forgangsverkefni fjölmenningarráðs
Stefnumótun og aðgerðaráætlun í landsnýtingu, orkuskiptum og úrgangsmálum
Norðurslóðamiðstöð Íslands
Nýsköpun
Velferðartækni
Samgöngu og innviðastefna Norðurlands eystra
Verkefni samþykkt 2021
1. Undirbúningur að stofnun Velferðartæknimiðstöðvar (Veltek). Meginmarkmið er að safna saman þekkingu og miðla þekkingu í velferðar- og heilbrigðismálum til stofnana og sveitarfélaga á svæðinu. Upphæð 10.000.000 kr.
2. Samgöngustefna SSNE. Meginmarkmið er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti sem varða starfssvæði SSNE þannig að unnt verði að forgangsraða þessum kostum kerfisbundið með hag almennings, atvinnu- og efnahagslífs landshlutans í huga. Upphæð 7.500.000 kr.
3. Millilandaflug frá Akureyri. Meginmarkmið er að tryggja beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll með stofnun almenningshlutafélags. Upphæð 5.000.000 kr.
4. Norðurslóðamiðstöð Íslands. Meginmarkmið er að Akureyri verði formlega viðurkennd Norðurslóðamiðstöð Íslands, auka enn frekar vægi Akureyrar í málefnum Noðurslóða á Íslandi (Arctic Akureyri), auka samvinnu sveitarfélaga á Norðausturlandi í málefnum Norðurslóða og auka stuðning við rannsóknarsamvinnu á Norðausturlandi vegna umsókna í stóra samkeppnissjóði. Upphæð 14.000.000 kr.
5. Nýsköpun á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að efla og styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. Upphæð 3.000.000 kr.
6. Upptakturinn - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja ungmenni til að semja eigin tónlist, aðstoða ungmenni við að fullvinna tónsköpun sína, gefa ungmennum tækifæri til að upplifa eigin tónlist flutta af fagfólki í Hofi og að ungmenni eignist hágæða upptöku af eigin tónsmíðum í flutningi fagfólks. Upphæð 1.500.000 kr.
7. Listnám á háskólastigi - Fýsileikakönnun og málþing. Meginmarkmið er að jafna tækifæri til náms, hækka menntunarstig í landshlutanum, auka framboð listnáms í landshlutanum, fjölga störfum tengdum listgreinum og að Akureyri verði eftirsóttur staður til að sækja menntun á sviði lista. Upphæð 3.700.000 kr.
8. Gerð kynningarefnis um atvinnu- og mannlíf á svæðinu. Meginmarkmið er að auka umfjöllun um atvinnu- og mannlíf á svæðinu, auka upplýsingagjöf og búa til markaðsefni, kynna fjölbreytt tækifæri og áhugaverða nýsköpun, styrkja ímyndarsköpun og sjálfsmynd íbúa gagnvart landshlutanum og að kynna svæðið sem ákjósanlegan kost til búsetu og atvinnureksturs. Upphæð 3.000.000 kr.
9. Umhverfismál á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að ná yfirsýn í umhverfismálum, skapa vettvang samvinnu og móta aðgerðaáætlun í málaflokknum. Upphæð 6.000.000 kr.
10. Samstarf safna. Meginmarkmið verkefnis er að bregðast við niðurstöðum fýsileikakönnunar um aukið samstarf eða sameiningu safna á Norðurlandi eystra. Könnunin var liður í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 (liður C.14 – Samstarf safna – ábyrgðarsöfn). Vörður verkefnisins ,,Samstarf safna" felast í því að halda fjölbreyttar vinnustofur með það að markmiði að auka samstarf, njóta og nýta styrk og þekkingu ólíkra safna, setra og sýninga á svæðinu, efla faglegt starf og þannig búa til sameiginlega verkfærakistu. Með vinnustofunum má bæta við tólum og tækjum við verkfærakistuna sem hvert safn/setur/sýning nýtir eftir sýnum áherslum. Upphæð 3.000.000 kr.
11. Ásgarður - Skóli í skýjunum. Meginmarkmið er að koma Ásgarði - skóla í skýjunum á laggirnar og sýna fram á að skólinn geti verið sú miðja sem miðlar námi og kennurum til og frá sveitarfélögum svo allir njóti góðs af. Nemendur njóti náms með sérhæfðum kennurum, einangrun sé rofin og fjármagn og sérfræðiþjónusta nýtist fleiri nemendum og skólum. Ásgarður er byggðaþróunarverkefni þar sem lögð er áhersla á að allir nemendur á grunnskólastigi hafi öruggt aðgengi að gæðanámi óháð búsetu, auka stærðarhagkvæmni með því að tengja nemendur og kennara rafrænt saman og fækka ferðalögum barna og fjarvistum frá fjölskyldu vegna grunnskólagöngu. Upphæð 4.000.000 kr.
Aukaúthlutun verkefna samþykkt 2020
1. Endurskipulag ferðaþjónustu í Grímsey vegna Covid. Meginmarkmið er að vera í stakk búin til þess að taka á móti ferðamönnum í Grímsey árið 2021 sem og í framtíðinni. Upphæð 1.200.000 kr.
2. Niðursuðuverksmiðja. Meginmarkmið er að hefja framleiðslu á niðursoðnum vörum. Upphæð 1.500.000 kr.
3. Stórþari. Meginmarkmið er að ljúka við rannsóknir á dreifingu og magni stórþara við Norðurland, fá útgefið leyfi til rannsókna og nýtingar á stórþara við Norðurland, safna og þurrka sýnishorn af stórþara til gæðaprófana, klára prófanir á þaraskurðvél til notkunar á sjó og klára prófanir á þurrk- og framleiðsluferlum í landi. Þannig má skapa öryggi um aðgengi að stórþara til lengri tíma nýtingar. Upphæð 4.000.000 kr.
4. Rófurækt á Presthólum. Meginmarkmið er að uppskera 49 tonn af rófum á árinu 2020 og 65 tonn á árinu 2021. Upphæð 2.000.000 kr.
5. Stofnun þróunarvettvangs í matvælavinnslu á Akureyri. Meginmarkmið er að stofna þróunarvettvang á Akureyri í samstarfi fyrirtækja í matvælaframleiðslu, þróun tæknilausna, rannsókna, háskóla og annarra hagsmunaaðila. Upphæð 1.000.000 kr.
6. Tónleikaröð í sumar á Akureyri Backpackers með áherslu á ungt tónlistarfólk. Meginmarkmið er að styðja við og efla ungt tónlistarfólk í því að koma fram ásamt því að glæða miðbæinn lífi. Upphæð 300.000 kr.
7. Ræktun á heitsjávarrækju með jarðvarma á Hjalteyri við Eyjafjörð. Meginmarkmið er ræktun á verðmætri afurð, heitsjávarrækju. Samstarf verður haft við landeigendur og aðgangur að jarðvarma og hreinum sjó. Upphæð 1.000.000 kr.
8. Hátæknigróðurhús á Norðurlandi - Áfangi 1: viðskiptaáætlun. Meginmarkmið er að undirbúa farveginn fyrir mögulega uppbyggingu hátæknigróðurhúss á Eyjafjarðarsvæðinu með því að skoða fýsileika þess að undirbúa viðskipta- og fjárfestingaáætlun þess efnis. Upphæð 1.000.000 kr.
9. Hvíta perlan heilsulind - frá haga til heilsu. Meginmarkmið er að þróa, með Pharmatica á Grenivík, húð- og baðvörur sem nýttar verða í heilsulindinni. Upphæð 1.000.000 kr.
10. Upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað. Meginmarkmið er upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan sjónvarps-, tölvuleikja- og kvikmyndaiðnað í Menningarhúsinu Hofi. Upphæð 2.000.000 kr.
11. Menningar- og hrútadagar á Raufarhöfn. Meginmarkmið er að halda vettvang fyrir íbúa á Raufarhöfn og sauðfjárbændur á svæðinu frá Jökulsá til Bakkafjarðar og koma saman og styrkja tengsl. Upphæð 300.000 kr.
12. Fundi og ráðstefnur heim. Meginmarkmið er að markaðssetja Akureyri sem funda-, hvata- og ráðstefnubæ. Upphæð 3.000.000 kr.
13. Skólatónleikar, Stúlkan í turninum. Meginmarkmið er að bjóða börnum í 4.-6. bekk úr 19 skólum á Norðurlandi að sjá og heyra tónlistarsöguna um Stúlkuna í turninum á skólatíma í Menningarhúsinu Hofi og gefa þeim tækifæri á að kynnast hljóðheimi sinfónískrar tónlistar. Upphæð 1.000.000 kr.
14. Aukið verðmæti sjávarfangs - Markaðssókn Primex I. Meginmarkmið er að vinna að þróun og markaðssetningu verðmætari neytendavara sem innihalda lífvirka efnið kítósan og skapa tvö sumarstörf 2020. Upphæð 1.500.000 kr.
15. Stafrænt ferðalag um Norðurland/Ísland. Meginmarkmið er að auka sýnileika Norðurlands og annarra landshluta í kynningu til erlendra og innlendra ferðamanna auk þess að auðvelda ferðamönnum að skipuleggja ferðir sínar vítt og breytt um svæðið og deila efni bæði fyrir ferð og meðan á henni stendur. Upphæð 3.000.000 kr.
16. Norðlenskur iðnviður fyrir PCC á Bakka. Meginmarkmið er að kanna fýsileika skógræktar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum til framleiðslu viðarkurls fyrir kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Upphæð 1.000.000 kr.
17. Í myrkri eru allir kettir gráir. Meginmarkmið er að setja upp tvo einleiki á Akureyri haustið 2020. Upphæð 500.000 kr.
18. Aðstöðusköpun tilraunaræktunar ostru á landi. Meginmarkmið er að koma upp aðstöðu til tilraunaræktunar á ostru á landi með það að markmiði að fá niðurstöður sem nýta megi sem forsendur í uppskölun að slíkri ræktun í markaðsstærð. Upphæð 3.000.000 kr.
19. Miðbærinn - hjarta Akureyrar, næsta skref - ferðumst innanbæjar. Meginmarkmið er að vekja athygli á fjölbreyttri þjónustu í miðbæ Akureyrar og færa styrkari stoðir undir verslun, veitingahús og aðra starfsemi í hjarta bæjarins. Upphæð 1.000.000 kr.
20. Menningarviðburðir í Hlöðunni. Meginmarkmið er að halda röð menningarviðburða fyrir ungt og upprennandi norðlenskt listafólk í Hlöðunni, Litla-Garði. Upphæð 500.000 kr.
21. Jólasaga. Meginmarkmið er að skrifa barnaleikrit sem sýnt yrði á aðventunni 2020. Í verkinu verður fjallað um einmanaleika og þolinmæði með þeirri hlýju og gleði sem oft einkennir jólaverk. Upphæð 1.000.000 kr.
22. Eyja. Meginmarkmið er að vinna að sviðslistaverki í samstarfi við íbúa Hríseyjar. Verkinu er ætlað að ávarpa spurningar sem lúta að lífsháttum og lífsgildum og vekja íbúa og gesti til vitundar um sjálfbærni í víðum skilningi. Upphæð 700.000 kr.
23. Gestagata á Melrakkasléttu. Meginmarkmið er að útbúa gestagötu eða gestaveg sem leiðir ferðamenn á milli áningastaða á Melrakkasléttu og fræðir þá um náttúru og viskerfi svæðisins. Upphæð 700.000 kr.
24. Risakusa og dýrin í Eyjafjarðarsveit. Meginmarkmið er að efla vitund hins almenna Íslendings og ferðamanna á Norðurlandi á ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sem og á íslenskri matvælaframleiðslu í Eyjafirði með því að hanna og smíða risaútilistaverk sem trekkir að fólk í fjörðinn. Upphæð 1.000.000 kr.
25. Markaðssetning fyrir Melar gistiheimili og Bakkaböðin. Meginmarkmið er að markaðssetja Melar gistiheimili og Bakkaböðin á Kópaskeri. Upphæð 500.000 kr.
26. Lilja. Meginmarkmið er að skapa einlæga stuttmynd sem gerist á Akureyri sem sýnir karlmenn í öðru ljósi en oft í kvikmyndum. Einnig er markmiðið að skapa störf fyrir listamenn á svæðinu í sumar og taka inn í verkefnið ungt listafólk sem hefur sýnt hæfileika á sínu sviði. Upphæð 800.000 kr.
27. Leiðarvísir um fjallaskíði á Norðurlandi - Útgáfa upplýsinga fyrir fjallaskíðamennsku á Norðurlandi í formi bókar, vefsíðu og kynningarefnis. Meginmarkmið er að skrifa og gefa út leiðarvísi fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn um utanbrauta- og fjallaskíðaleiðir. Upphæð 700.000 kr.
28. Störf og afþreying á íþróttasvæði UMF Einingarinnar. Meginmarkmið er að skapa vinnu fyrir námsfólk í Bárðardal og byggja upp innviði ferðaþjónustu sem er einnig samfélaginu til góðs. Upphæð 1.000.000 kr.
29. Matarstígur Helga magra. Meginmarkmið er að búa til framúrskarandi mataráfangastað, varðveita og kynna matvælaframleiðslu og matarmenningu á svæðinu, auka þekkingu á staðbundinni matvælaframleiðslu og matarmenningu, skapa tækifæri fyrir bændur til að fullvinna afurðir sínar í auknum mæli, auka tekjur og hagsæld bænda og ferðaþjónustuaðila á svæðinu, stuðla að nýsköpun í matvælaframleiðslu, vinna að sjálfbærni samfélagsins í Eyjafjarðarsveit, draga úr matarsóun og auka umhverfisvitund og skapa tengsl við önnur viðlíka verkefni úti í heimi. Upphæð 1.000.000 kr.
30. Efling sagnamiðlunar. Meginmarkmið er að efla miðlun á þeirri sögu sem grunnur og markmið Iðnaðarsafnsins byggist á. Upphæð 300.000 kr.
31. Nútímafærsla Skjálftasetursins á Kópaskeri. Meginmarkmið er að uppfæra og endurnýja sýningu Skjálftasetursins á Kópaskeri og stuðla þannig að jákvæðri upplifun gesta og sterkara aðdráttarafli fyrir svæðið austan Jökulsár á Fjöllum. Upphæð 500.000 kr.
32. Live Entertainment and Local Culture at Langanes. Meginmarkmið er að standa fyrir viðburðum á Bárunni, svo sem lifandi tónlist, gamanleik o.fl. Upphæð 300.000 kr.
33. Fullorðið fólk. Meginmarkmið er að semja og flytja sýninguna Fullorðið fólk haustið 2020. Upphæð 1.000.000 kr.
34. Starfsemi Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði árið 2020 og sumartónleikar í Þjóðlagasetrinu. Meginmarkmið er að styrkja Þjóðlagasetrið á Siglufirði sem helsta vígi íslenska þjóðlagsins á Íslandi, treysta stöðu Siglufjarðar sem heimabæjar íslenska þjóðlagsins og efla ferðaþjónustu á Siglufirði. Upphæð 1.000.000 kr.
35. Framtíðarhúsnæði fyrir Könnunarsafnið á Húsavík. Meginmarkmið er að tryggja áframhald reksturs Könnunarsafnsins á Húsavík í stærra og hentugra húsnæði og jafnframt að skapa starfsfólki Fasteignafélags Húsavíkur verkefni við uppsetningu safnsins og tryggja þannig störf þeirra næstu mánuði á erfiðum tímum. Upphæð 1.000.000 kr.
36. Aukum innlenda framleiðslu – samvinna hönnuða og framleiðenda á Íslandi. Meginmarkmið er að efla innlenda framleiðslu og íslenska hönnun. Upphæð 500.000 kr.
37. Tónleikaröð í Fræðasetri um forystufé. Meginmarkmið er að auka við menningarflóru á svæðinu þar sem yfirleitt eru fáir tónlistarviðburðir á sumrin og að gefa ungum tónlistarmönnum á svæðinu tækifæri til að koma sér á framfæri og leyfa öðrum að njóta listar þeirra. Upphæð 300.000 kr.
Verkefni samþykkt 2020
1. Akureyrarflugvöllur - næsta gátt inn í landið. Meginmarkmið er að auka umferð og fjölga markaðssvæðum með beina flugtengingu við Akureyri. Upphæð 7.000.000 kr.
2. Borgarhlutverk Akureyrar. Meginmarkmið verkefnisins er að móta borgarstefnu fyrir Akureyri og skilgreina svæðisbundið hlutverk staðarins sem stærsta þéttbýlis utan höfuðborgarsvæðisins. Upphæð 8.300.000 kr.
3. Eimur. Meginmarkmið er að stuðla að aukinni sjálfbærni samfélaga á Norðausturlandi með fjölbreyttri nýtingu orkuauðlinda og aukinni áherslu á samspili samfélags, umhverfis, auðlinda og efnahags. Upphæð 7.500.000 kr.
4. Þróun og þekking. Meginmarkmið er að þróa nýja gerð öflugra þekkingarsetra fyrir þéttbýlisstaði landsbyggðar til eflingar atvinnulífs byggðanna. Upphæð 3.000.000 kr.
5. Nýsköpun í norðri - NÍN. Meginmarkmið er að auka nýsköpun innan svæðisins, samhlilða því að vera í fararbroddi í baráttu við loftslagsbreytingar. Upphæð 4.000.000 kr.
Áhersluverkefni 2015-2019
Yfirlit yfir samþykkt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015-2019.
Aukaúthlutun verkefna samþykkt 2019
1. Eimur. Meginmarkmið er lúkning og uppgjör á fyrsta hluta samstarfsverkefnins EIMS sem miðar að því að koma ábyrgð og verkefnisstjórn EIMS yfir til landshlutasamtakanna/atvinnuþróunarfélaganna fyrir árslok 2019 í samstarfi og samvinnu við aðra stofnaðila, þ.e. Landsvirkjun, Norðurorku og Orkuveitu Húsavíkur. Upphæð 500.000 kr.
2. Heildarhönnun áfangastaða skv. Áfangaáætlun Norðurhjara. Meginmarkmið er að hanna útfrá samræmdu heildarútliti áfangastaði fyrir ferðamenn og aðra vegfarendur á fáförnum slóðum Norðausturhornsins og auka þar með upplifun þeirra og lengja dvalartíma ferðamanna á svæðinu. Upphæð 3.500.000 kr.
3. LÝSA – rokkhátíð samtalsins. Meginmarkmið er að skapa sterkan vettvang fyrir þjóðfélagsumræðu 6. og 7. september 2019 á Akureyri, þar sem yfir 50 félagasamtök, fræðasamfélagið (háskóli), stofnanir og fyrirtæki sem starfa á landsvísu taka þátt ásamt þingmönnum, fulltrúum sveitarfélaga og ráðherrum. Gestir hátíðarinnar verið 3000. Upphæð 1.000.000 kr.
4. Vettvangur ungs fólks á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmiðið er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu. Upphæð 2.500.000 kr.
5. Skipulag og hönnun útsýnisstaðar á hafnargarðinum á Þórshöfn. Meginmarkmið er að vinna nauðsynlega skipulags- og hönnunarvinnu vegna göngustígs og útsýnisstaðar yst á syðri hafnargarðinum á Þórshöfn. Upphæð 2.000.000 kr.
6. Skjálftasetrið á Kópaskeri – sumaropnun 2019. Meginmarkmið er að halda Skjálftasetrinu á Kópaskeri opnu sumarið 2019 með ráðningu sumarstarfsmanns. Jafnframt er stefnt að því að fara í endurmótun og uppfærslu safnsins til að styrkja rekstrarforsendur þess á komandi árum en ráðinn verður fagaðili til að annast þá vinnu. Upphæð 2.000.000 kr.
7. Sókn að norðan. Meginmarkmið er að framleiða gæðamynd - og kynningarefni fyrir sameiginlega markaðssetningu á ímynd og búsetukostum Norðausturlands. Upphæð 3.900.000 kr.
8. Markvisst samstarf á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er aukið og markvissara samstarf/sameining stoðstofnanna á Norðurlandi eystra. Upphæð 2.738.860 kr.
9. Umræðuþættir úr norðrinu. Meginmarkmið er að vekja athygli á málefnum og umræðum af Norðausturlandi og gera landshlutann sýnilegri. Upphæð 1.200.000 kr.
10. Velferðartæknimiðstöð. Meginmarkmið er að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Upphæð 2.259.000 kr.
11. Uppbygging Hríseyjar sem ferðamannastaðar. Meginmarkmið er að efla Hrísey sem ferðamannastað og gera Ferðafélagi Hríseyjar kleift að ráða í hlutastarf ferðamálafulltrúa Hríseyjar til sex mánaða. Upphæð 5.500.000 kr.
12. Vinnsla á stórþara. Meginmarkmið er að smíða frumgerð af þaraskurðvél til notkunar um borð í skipi. Vélin er eitt meginskilyrða fyrir því að hægt verði að byggja upp sérhæfða þaravinnslu í landi sem framleiðir efni í lyf, matvæli og heilsuvörur. Upphæð 2.000.000 kr.
13. Fullfjármagnað starf verkefnisstjóra í verkefninu Betri Bakkafjörður. Meginmarkmið er tryggja fulla fjármögnun á starfi verkefnisstjóra á árinu 2019 í nýhöfnu verkefni Betri Bakkafjörður sem er hluti af Brothættum byggðum og framhald af skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um málefni byggðarinnar við Bakkafjörð. Upphæð 2.000.000 kr.
Verkefni samþykkt 2019
1. AIR 66N. Meginmarkmið er að markaðssetja Norðurland sem áfangastað fyrir beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll, auka flugumferð erlendis frá, fjölga erlendum feraðmönnum á Norðurlandi og lengja dvalartíma þeirra. Upphæð 5.000.000 kr.
2. Framleiðsla og útbreiðsla á gæða kynningarefni. Meginmarkmið er að framleiða myndefni í góðum gæðum fyrir sameiginlega markaðssetningu á Norðurlandi. Upphæð 6.500.000 kr.
3. Arctic Coast Way/Norðurstrandaleið - Markaðshraðall. Meginmarkmið er að vinna með hagaðilum á svæðinu til þess að flýta fyrir markaðssókn Arctic Coast Way og gera verkefnið samkeppnishæfara. Mikilvægt er að merkja leiðina og helstu staði hennar svo að árangur náist strax. Upphæð 6.895.000 kr.
4. Upptakturinn - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og unglinga til að semja eigin tónlist sem þau geta unnið með undir leiðsögn atvinnutónlistarmanna. Upphæð 3.000.000 kr.
5. Local Food Festival. Meginmarkmið er að halda matarhátíð í Hofi 16. mars þar sem a.m.k. 20 fyrirtæki á svæðinu eru þátttakendur. Sýningin á að vekja athygli ungs fólks á matvælageiranum sem spennandi valkost til atvinnuþátttöku og vitund ferðamanna á gæðum og fjölbreytni matvæla á svæðinu. Upphæð 1.500.000 kr.
6. Fjarfundamenning. Meginmarkmið er að auka þekkingu og efla notkun meðal kjörinna fulltrúa á Eyþingssvæðinu á fjarfundum í nefndum/ráðum og stjórnum sveitarfélaga. Upphæð 4.400.000 kr.
7. Þurrkstöð við Húsavík. Megnimarkmið er að skilgreina forsendu fyrir uppsetningu þurrkstöðvar við Húsavík sem nýti heitt vatn til þurrkunar lífmassa. Upphæð 1.000.000 kr.
8. Kynning á hugbúnaðargeiranum á svæðinu. Meginmarkmið er að halda ráðstefnu/málþing í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækin til að kynna starfsemi þeirra á svæðinu og tengja þá kynningu við eflingu á störfum án staðsetningar og stafræna hagkerfisins. Upphæð 1.500.000 kr.
9. Innviðagreining (lokafasi), leitarvélabestun og eftirfylgni. Meginmarkmið er að ljúka gerð gagnvirks vefjar um landshlutann skv. áhersluverkefni 2018. Upphæð 1.500.000 kr.
10. Öflugra Eyþingssvæði. Meginmarkmið er að sameina/auka samstarf Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á Eyþingssvæðinu. Upphæð 5.000.000 kr.
11. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði verkefnastjóri menningarmála sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 11.865.000 kr.
Verkefni samþykkt 2018
1. SinfoniaNord – þjónusta og upptaka á sinfónískri tónlist í Hofi. Meginmarkmið er að skapa fjölbreyttara atvinnu- og menningarlíf á svæðinu með nýrri starfsemi. Upphæð 19.000.000 kr.
2. Okkar áfangastaður – markaðsgreining fyrir Norðurland. Meginmarkmið er að styrkja samkeppnisstöðu Norðurlands með markvissri og faglegri uppbyggingu og markaðssetningu ferðaþjónustu landshlutans. Upphæð 12.500.000 kr.
3. Innviðagreining á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að efla samkeppnishæfni landshlutans. Upphæð 8.000.000 kr.
4. Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurland. Meginmarkmið er að leysa meðhöndlun og förgun úrgangs/sorps á Norðurlandi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Upphæð 5.500.000 kr.
5. Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll. Meginmarkmið er að bæta aðstöðu á Akureyrarflugvelli til að geta þjónað millilandaflugi og þjónað sem varaflugvöllur. Upphæð 3.500.000 kr.
6. Ungt og skapandi fólk. Meginmarkmið er að auka samkeppnishæfni landshlutans fyrir ungt fólk. Upphæð 4.000.000 kr.
7. Menntunarþörf og tækifæri eftir starfssviðum og greinum á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að greina menntunarþarfir og tækifæri eftir starfssviðum og greinum bæði hvað varðar grunn- og framhaldsmenntun. Upphæð 6.000.000 kr.
8. Samstarf um fjölnýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að auka og bæta nýtingu orkuauðlinda landshlutans. Upphæð 9.000.000 kr.
9. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði verkefnisstjóri menningarmála sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 11.225.000 kr.
Verkefni samþykkt 2017
1. Samstarf um fjölnýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að auka og bæta nýtingu orkuauðlinda landshlutans. Upphæð 9.000.000 kr.
2. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði menningarfulltrúi sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 10.900.000 kr.
3. Svæðisskipulag fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að stuðla að heildstæðri stefnu um ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Upphæð 9.000.000 kr.-frestað.
4. Kostir og gallar sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Meginmarkmið er að draga fram kosti og galla þess að sameina félögin. Upphæð 3.500.000 kr.
5. GERT. Meginmarkmið er mæta þörfum vinnumarkaðarins fyrir vel menntað starfsfólk á sviði raunvísinda og tækni. Upphæð 9.000.000 kr.
6. Smávirkjanakostir á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að kanna möguleika á aukinni sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum. Upphæð 6.500.000 kr.
7. Raforkuöryggi á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að greina framboð og eftirspurn eftir raforku á Norðurlandi eystra. Upphæð 5.000.000kr.
Verkefni samþykkt 2016
1. Samstarf um fjölnýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að auka og bæta nýtingu orkuauðlinda landshlutans. Upphæð 9.000.000 kr.
2. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði menningarfulltrúi sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 10.600.000 kr.
3. Svæðisskipulag fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að stuðla að heildstæðri stefnu um ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Upphæð 9.000.000 kr.
Verkefni samþykkt 2015
1.Norðurland – Hlið inn í landið. Meginmarkmið er að koma á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll til lengri tíma. Upphæð 15.000.000 kr.
2. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði menningarfulltrúi sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 10.600.000 kr.
3. Skapandi skólastarf. Meginmarkmið er að vinna framkvæmdaáætlun í skapandi skólastarfi, ásamt tilraunaverkefni. Upphæð 3.500.000 kr.
4. Birding Iceland. Meginmarkmið er þróun og kynning á fuglaskoðun á Norðurlandi. Upphæð 3.253.000 kr.
5. Grunngerð og mannauður. Meginmarkmið er að til verði gagnagunnur um grunngerð og mannauð í menningu. Upphæð 3.000.000 kr.
6. Matartengd ferðaþjónusta. Meginmarkmið er uppbygging matartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi. Upphæð kr. 2.000.000 kr.