76 verkefni hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
76 verkefni hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
76 verkefni hljóta styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og verða verkefnin kynnt á rafrænni úthlutunarhátíð sem haldin verður 13. desember kl. 15:00.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnu og nýsköpun, menningu og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
Alls bárust 123 umsóknir í ár, þar af voru 70 menningarverkefni, 43 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn- og rekstrarstyrkir. Veittir voru 76 styrkir að heildarupphæð 73.592.200 kr., ef af þeim voru 44 fyrir menningarverkefni, 23 fyrir atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 9 stofn- og rekstrarstyrkir.
Við hvetjum öll áhugasöm um menningu og nýsköpun á Norðurlandi eystra til að mæta á úthlutunarhátíðina, en hlekk á hana má finna hér.