Styrkmöguleikar
INNLENDIR SJÓÐIR
Barnamenningarsjóður
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Styrkir verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.
Tónlistarsjóður
Umsóknarfrestur: nóvember og maí.
Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild.
Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA
Umsóknarfrestur: einu sinni á ári að hausti
Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu.
Menningarsjóður Akureyrar
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári
Menningarsjóður Akureyrar er samheiti yfir þá styrki og stuðning sem Akureyrarbær veitir félögum og einstaklingum í menningarlífinu í bænum
Bókmenntasjóður/Miðstöð íslenskra bókmennta
Umsóknarfrestur: sjá heimasíðu.
Veitir m.a. styrki til eftirfarandi atriða: Útgáfustyrki, þýðingar á íslensku, nýræktarstyrki, þýðingar á erlend mál, kynningarþýðingar, ferðastyrki höfunda, norrænar þýðingar og dvalarstyrki þýðenda.
Safnasjóður
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Styrkir starfsemi safna um allt land.
Styrkir til atvinnuleikhópa
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Leiklistarráð auglýsir árlega eftir umsóknum um styrki til atvinnuleikhópa.
Æskulýðssjóður
Umsóknarfrestur: febrúar, apríl, september og nóvember
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Kvikmyndasjóður
Umsóknarfrestur: allt árið.
Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi.
Menningarsjóður FÍH
Styrkir til félagsmanna FÍH.
Hönnunarsjóður Auroru
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári.
Styrkir til hönnuða og arkitekta.
Samfélagssjóður Landsbankans
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári.
Styrkir m.a. menningarstarfsemi.
Samfélagssjóður Landsvirkjunar
Umsóknarfrestur: febrúar, maí, ágúst og nóvember.
Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði lista-, góðgerða-, menningar-, íþrótta og menntamála.
Samfélagssjóður Alcoa
Umsóknarfrestur: mars og september.
Sjóður sem styrkir margvísleg málefni, m.a. menningu.
Norðurorka
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Sjóður sem styrkir margvísleg málefni, m.a. menningu.
Kraumur tónlistarsjóður
Umsóknarfrestur: tekið er á móti umsóknum allt árið um kring.
Tónlistarmenn og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar eru hvattir til að sækja um fyrir sín verkefni. Umsóknarferlið er einnig opið fyrir viðburði, námskeið og fræðsluverkefni.
Lista- og menningarsjóður Norðurþings
Umsóknarfrestur: mars og október.
Hlutverk sjóðsins er að efla list- og menningarviðburði af ýmsu tagi í Norðurþingi.
Aurora velgerðasjóður
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Megintilgangur sjóðsins er að stuðla að og styrkja menningar- og góðgerðastarfsemi á Íslandi og erlendis.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Umsóknarfrestur: tekið er við umsóknum allt árið um kring.
Frumkvöðlastyrkur sem styður við viðskiptahugmyndir sem geta leitt til nýsköpunar í atvinnulífi á landsbyggðinni.
Minjastofnun Íslands
Umsóknarfrestur: í byrjun hvers árs.
Fornminjasjóður og húsfriðunarsjóður.
Ferðamálastofa
Veittir eru styrkir til eftirfarandi: Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða, skipulag og hönnun áfangastaða, svo eru veittir smærri styrkir til úrbóta.
Atvinnumál kvenna
Umsóknarfrestur: í upphafi hvers árs.
Veitir styrki til verkefna og fyrirtækja sem konur reka.
Svanni
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Lánatryggingarsjóður kvenna. Styður við konur til nýsköpunar í atvinnulífi.
Nýsköpunarsjóður námsmanna.
Tilgangur að gefa rannsóknarstofnunum, háskólum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í sumarvinnu.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Fjárfestir í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Myndlistasjóður
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári.
Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.
EFLA
Umsóknarfrestur: maí og nóvember.
EFLA styður uppbyggjandi og jákvæð verkefni í samfélaginu, svo sem góðgerðarmál, menningarmál, æskulýðsmál, umhverfismál, menntamál og nýsköpun.
ÚTÓN
Umsóknarfrestur: febrúar, maí, ágúst, nóvember, smærri styrkir allt árið um kring.
Styrkir íslenskt tónlistarfólk til kynningar og markaðssetningar erlendis.
Muggur
Umsóknarfrestur: febrúar og júlí.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis.
Samfélagsjóður Valitor
Umsóknarfrestur: 1.apríl
Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál.
Hönnunarsjóður
Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf.
Hagþenkir
Félag höfunda fræðirita og kennslugangna.
Veitir ýmsa styrki á þessu sviði.
NORRÆNIR SJÓÐIR / SAMSTARFSSJÓÐIR
Norræni menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: febrúar, apríl, september og október.
Samstarf á milli a.m.k. þriggja Norðurlanda – tekur til menningarstarfs í almennum skilningi.
Norræna menningargáttin (kulturkontakt nord)
Umsóknarfrestur: Öll umsóknartímabil.
Áætlunin veitir styrki til fagfólks og áhugafólks. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem koma að menningarstarfsemi og listamönnum, menningar- og listastofnunum og félagasamtökum sem starfa á sviði menningar og lista.
Styrkir til dvalarsetra.
Ferðastyrkir.
Tengslanetstyrkir til styttri tíma.
Tengslanetstyrkir til lengri tíma.
Norrænn þýðingarstyrkur. Styrkir til þýðinga / útgáfu á norrænum bókmenntum yfir á annað norrænt tugumál.
Framlag til norsk-íslensks menningarsamstarfs
Þeir sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta sótt um styrki til samstarfsverkefna sem stuðla að fjörbreytilegu samstarfi á því sviði og koma á varanlegum tengslum milli listamanna, þeirra sem starfa að menningarmálum og menningarstofnana í báðum löndum.
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Umsóknarfrestur:
- verkefnastyrkir: febrúar og júlí
- ferðastyrkir: maí og nóvember
Styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis.
Menningarsjóður Íslands og Finnlands
Umsóknarfrestur: fyrri hluta árs.
Stuðlar að og styrkir menningarstarfsemi landanna.
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Umsóknarfrestur: fyrri hluta árs.
Samstarf á breiðum grundvelli, einkum menningarmála (mest ferðastyrkir).
Clara Lachmanns sjóðurinn
Umsóknarfrestur: febrúar og september.
Styrkir til skipulagningar á norrænum ráðstefnum og málþingum, gestaheimsóknir, prentanir og þýðingar.
Dansk-íslenski menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: apríl og október.
Að efla samstarf milli Danmerkur og Íslands.
Dansk-islandsk fond (sáttmálasjóðurinn)
Umsóknarfrestur: apríl og október.
Að auka tengsl Íslands og Danmerkur með styrkjum til rannsóknarverkefna og til háskólanemenda.
NATA, ferðastyrkir Ísland/Grænland/Færeyjar
Umsóknarfrestur: febrúar og ágúst
Ferðastyrkir til fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem þurfa að sækja samnorrænar ráðstefnur, fundi og samkomur.
Grænlandssjóður
Stuðlar að nánari samskiptum Íslands og Grænlands. Styrkir til námsferða, listasýninga, kynnisferða og fl.
Norrænir styrkir – menning og skapandi greinar
Styrktarsjóður Selmu og Kay Langvalds
Styrkir menningarleg tengsl milli Danmerkur og Íslands.
Þjóðhátíðargjöf Norðmanna
Umsóknarfrestur: einu sinni á ári.
Stuðlar að samskiptum milli Noregs og Íslands, aðallega ferðastyrkir.
NATA
Umsóknarfrestur: sjá heimasíðu
Samstarf milli Íslands, Færeyja og Grænlands.
Ferðastyrkir milli landanna þriggja, með áherslu á ferðaþjónustu.
Nordplus
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Margvíslegir styrkir sem stuðla að eflingu norræns samfélags og samvinnu – skiptist í marga undirþætti.
Menningaráætlun ESB
Umsóknarfrestur: misjafnt eftir verkefnum
Menningaráætlun Evrópusambandsins veitir styrki til verkefna í öllum listgreinum og á sviði menningararfleiðar auk þess að styrkja starfsemi evrópskra tengslaneta og menningarstofnana.
Northern Periphery Programme NPP
Markmið áætlunarinnar er að styrkja norðurslóðir Evrópu á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála.
Gagnlegar upplýsingarsíður.
Hitt húsið - miðstöð ungs fólks
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Rannís – menning og listir
Handverk og hönnun