Ferðaþjónustuvikan í janúar
Ferðaþjónustuvikan í janúar
Dagana 16.- 18. janúar næstkomandi munu stærstu aðilarnar í stoðkerfi ferðaþjónustu koma saman og standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar. Áhersla verður lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu, aukið samstarf og fagmennsku í greininni.
Á undanförnum árum hafa ýmsir viðburðir verið haldnir í janúar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við ferðaþjónustu og þar hafa Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verið stór. Þangað kemur fólk í ferðaþjónustu af allri landsbyggðinni til að efla tengslin við kollega sína á höfuðborgarsvæðinu. Til að fækka ferðum þeirra til Reykjavíkur var ákveðið að bjóða upp á þriggja daga dagskrá sem endar með Mannamótum.
Ferðaþjónustuvikan er því er upplagt tækifæri að auka virði ferðarinnar á höfuðborgarsvæðið enn frekar. Inn á milli viðburða skapast einnig tækifæri til að hitta nýja eða núverandi samstarfsaðila með heimsóknum til þeirra.
Að viðburðunum standa Markaðsstofur landshlutanna, Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenski Ferðaklasinn.
Nánari upplýsingar um staka viðburði má sjá á www.ferdathjonustuvikan.is
16. janúar
- 8:30 – 10:00: Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar
- Staðsetning: KPMG Borgartúni 27
- 13:00- 16:00: MICELAND
- Staðsetning: Gróska, Bjarkargata 1, Stóri salur
17. janúar
- 9:00-12:00: Sjálfbærnidagurinn og Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu
- Staðsetning: Gróska, Bjarkargata 1, stóri salur
- 12:30-14:50: Ferðatæknimót
- Staðsetning: Gróska, Bjarkargata 1, Sykursalur
- 15:00-17:00: Straumhvörf, hraðall
- Staðsetning: Gróska, Bjarkagata 1, Fenjamýri
18. janúar
- 12:00-17:00: Mannamót markaðsstofa landshlutanna
- Staðsetning: Kórinn í Kópavogi