Pistill framkvæmdastjóra
Það er alltaf jafn gleðilegt þegar birta tekur og léttir yfir öllum. Við hjá SSNE höfum lítið látið veður né vinda trufla okkur heldur tókum þátt í því að fanga Norðanáttina á fjárfestahátíð á Siglufirði í vikunni. Það er ekki ofsögum sagt að vel hafi tekist til en uppselt var á hátíðina í ár og voru verkefnin sem þarna voru kynnt hvert öðru glæsilegra. Á bak við hátíðina standa fjölmargir aðilar með EIM í forystu ásamt okkur hjá SSNE og SSNV.
31.03.2023