Verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) hefur hlotið styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 M ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnið sem fer af stað 1 .október næstkomandi og stendur í þrjú ár.
Íslensk nýorka, Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Vestfjarðastofa standa fyrir sameiginlegum viðburðin á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13:00.
Miðvikudaginn 30. ágúst kl. 12:00 verður boðið upp á rafrænan kynningarfund, þar sem Sigurður Óli Sigurðsson sviðsstjóri Rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís kynnir fyrir okkur Tækniþróunarsjóð.
Meðal þess sem farið verður yfir er:
• Ólíkir styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs
• Skattfrádráttur vegna þjónustu erlendra sérfræðinga
• Skattfrádráttur sem sækja má um vegna kostnaðar við rannsókna- og þróunarverkefni
Meðal þess sem farið verður yfir er:
-> Ólíkir styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs
-> Skattfrádráttur vegna þjónustu erlendra sérfræðinga
-> Skattfrádráttur sem sækja má um vegna kostnaðar við rannsókna- og þróunarverkefni
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.
Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sótti Langanesbyggð heim og fundaði með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Starfshópnum er falið það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang mála á Langanesi, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.