SSNE tekur þátt í Grænum skrefum sem er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki til að vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi sinni. Hluti af verkefninu er að vera ávallt vakandi fyrir leiðum til að gera betur í umhverfismálum og því langar okkur að vekja athygli á sjálfbæru viðburðahaldi en sumarið er oft tími mikilla viðburðahalda.