Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Bókun stjórnar SSNE um stöðu bænda

Stjórn SSNE hvetur stjórnvöld til að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í íslenskum landbúnaði og flýta vinnu starfshóps matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis vegna fjárhagsstöðu bænda og tryggja rekstarhæfi landbúnaðarins til lengri tíma.

Vel sóttur íbúafundur í Hörgársveit um líforkuver

Velheppnaður íbúafundur var haldinn í íþróttahúsinu á Þelamörk í gær, fimmtudaginn 2. nóvember. Á fundinum var íbúum sveitarfélagsins Hörgársveitar kynntar hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi. Fundurinn var vel sóttur, en um 70 manns hlýddu á Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, Kristínu Helgu Schiöth verkefnastjóra líforkuvers hjá SSNE, og Karl Karlsson ráðgjafa verkefnisins.

Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 til umsagnar í samráðsgátt

Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem lauk í byrjun árs 2023. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis.

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.

Íbúakönnun landshlutanna: Vilt þú taka þátt?

Síðastliðinn föstudag fór Íbúakönnun landshlutanna af stað á öllu landinu. Sem fyrr er lögð áhersla á að spyrja þátttakendur aðallega um mat þeirra á búsetuskilyrðum þeirra, almenna velferð, stöðu þeirra á vinnumarkaði og hver framtíðaráform þeirra séu um búsetu.

Októberpistill framkvæmdastjóra

Október var einn af þessum mánuðum sem virtist ljúka áður en hann hófst og allt í einu er kominn nóvember. Þegar ég sest niður til að líta til baka yfir verkefni mánaðarins þá er gleðilegt að sjá hvað það var í raun margt jákvætt sem var í gangi hjá okkur hér á Norðurlandi eystra.

easyJet lent á Akureyrarflugvelli

Í dag, þriðjudaginn 31. október, lenti fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet á Akureyrarflugvelli, en félagið mun halda úti áætlunarflugi á milli London og Akureyrar út mars 2024.

Tvær vinnustofur í tengslum við Straumhvörf á Norðurlandi eystra

Straumhvörf er nýtt vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga.

Kynningarfundur fyrir íbúa Hörgársveitar fimmtudaginn 2. nóvember

SSNE stendur fyrir  kynningarfundi fyrir íbúa Hörgársveitar fimmtudaginn 2. nóvember í íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Á fundinum verða hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi kynntar og íbúar Hörgársveitar eru hvattir til að mæta. Fundurinn fer fram í sal íþróttamiðstöðvarinnar á efri hæð og boðið verður upp á kaffi.
Getum við bætt síðuna?