Græn skref SSNE
SSNE heldur utan um verkefnið Græn skref SSNE, sem byggir á verkefni Umhverfis- og orkustofnunar fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins. Komin er löng reynsla á Græn skref og verkefnið hefur reynst vel þegar kemur að því að innleiða umhverfismál í daglega starfsemi á vinnustöðum, og að draga úr neikvæðum áhrifum starfsemi á umhverfi og loftslag. Öll sveitarfélög SSNE hafa skráð sig til leiks í Grænu skrefunum.
Verkefnið nær utan um lagalegar skyldur sveitarfélaga í loftslagsmálum, þar sem huti aðgerðanna felast í skráningu losunarbókhalds og gerð loftslagsstefnu með aðgerðaáætlun. Að auki nær verkefnið utan um þætti eins og orkunotkun, aukna flokkun úrgangs, vistvæna ferðamáta starfsfólks og matarsóun.
Grænu skrefin eru fimm í alls, hverju skrefi telst lokið þegar 90% þeirra aðgerða sem eiga við um starfsemi vinnustaðarins eru uppfyllt. Verkefnastjórar SSNE fara yfir gátlista, veita góð ráð og að lokum viðurkenningu þegar skrefi telst lokið. Sveitarfélög eru hvött til að innleiða Græn skref í skrifstofustarfsemi sína til að byrja með, en í raun er ekkert því til fyrirstöðu að fleiri starfsstöðvar taki þátt samtímis og hefur það reynst nokkrum sveitarfélögum vel.
Þátttakendur - síða í vinnslu
Akureyrarbær | ||
Ráðhúsið | 1. skref | |
Amtsbókasafnið | 1. skref | |
Dalvíkurbyggð | ||
Eyjafjarðarsveit | ||
Fjallabyggð | ||
Grýtubakkahreppur | ||
Hörgársveit | ||
Langanesbyggð | ||
Norðurþing | ||
Svalbarðsstrandarhreppur | ||
Þingeyjarsveit |