Félagsmiðstöð í skýjunum
Nú er hafin vinna við þróun félagsmiðstöðvar í skýjunum, Ásgarður ráðgjafarþjónusta í samvinnu og samstarfi við Skóla í skýjunum leiða verkefnið sem styrkt er af Vestfjarðarstofu og SSNE.
Nemendur úr Skóla í skýjunum stofnuðu félagsmiðstöð sem nemendaverkefni og fengu félagsmiðstöðina viðurkennda sem aðili að SAMFÉS. Til þess að fylgja því verkefni áfram var ákveðið að sækjast eftir styrkjum til þess að gera félagsmiðstöðina í skýjunum að raunhæfum valkosti fyrir öll ungmenni á Íslandi!
28.04.2023