Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Félagsmiðstöð í skýjunum

Nú er hafin vinna við þróun félagsmiðstöðvar í skýjunum, Ásgarður ráðgjafarþjónusta í samvinnu og samstarfi við Skóla í skýjunum leiða verkefnið sem styrkt er af Vestfjarðarstofu og SSNE. Nemendur úr Skóla í skýjunum stofnuðu félagsmiðstöð sem nemendaverkefni og fengu félagsmiðstöðina viðurkennda sem aðili að SAMFÉS. Til þess að fylgja því verkefni áfram var ákveðið að sækjast eftir styrkjum til þess að gera félagsmiðstöðina í skýjunum að raunhæfum valkosti fyrir öll ungmenni á Íslandi!

Hjólað í vinnuna hefst 3. maí

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“.

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar

Þátttakendur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra hefur beina aðkomu að gerð Sóknaráætlunar fyrir landshlutann, en samráðsvettvangurinn var virkjaður á síðasta ári í fyrsta sinn. Með samráðsvettvanginum er stuðlað að því að ólíkar raddir frá ólíkum hópum og svæðum landshlutans hafi áhrif á Sóknaráætlunina sem SSNE starfar eftir.
Grunnskóli Fjallabyggðar tekur við verðlaunagripnum.

Frábærlega vel heppnaður Fiðringur í Hofi

Það var rífandi stemning í Hofi á úrslitakvöldi Fiðrings, á þriðjudagskvöldið 25. apríl þegar 8 grunnskólar á starfsvæði SSNE kepptu til úrslita og leyfðu hæfileikum sínum að skína. Nemendurnir sömdu atriðin sín sjálfir og með stuðningi leiðbeinenda sinna sáu þau sjálf um tæknina, búninga, förðun, textaskrif, útfærslu og dansinn. Miklar æfingar liggja að baki uppsetningunum og á úrslitakvöldinu voru ríflega 120 nemendur sem stóðu á sviðinu.

SAF birtir nýtt mælaborð fyrir ferðaþjónustu

Í mælaborðinu má finna ýmis gögn um umsvif ferðaþjónustu í nærsveitarfélaginu. Þar eru meðal annars gögn um atvinnutekjur, skatttekjur sveitarfélaga, framboð og nýtingu gistirýmis og afkomu ferðaþjónustufyrirtækja eftir landshlutum.

Þriggja milljóna króna styrkur til Veltek og Fjallabyggðar

Veltek (Heilbrigðis- og velferðarklasi Norðurlands) og Fjallabyggð sendu inn umsókn í sjóðinn Integrated Health and Care sem var samþykkt. Styrkurinn er að upphæð 3 milljónir og verður hann notaður til að halda tvær vinnustofur, greiða fyrir ferðakostnað á sýningu erlendis og til kaupa á ráðgjöf. Vinnustofurnar munu snúa að samþættingu sú fyrri með hagaðilum og sú síðari með öðrum sveitarfélögum þar sem sérstaklega er horft á yfirfærslugildi verkefnisins.

Mikill spenna og Fiðringur á Norðurlandi

Það er aftur komið að Fiðringi á Norðurlandi og það hefur tognað töluvert úr honum. Þakið ætlaði að rifna af Tjarnarborg Ólafsfirði í gærkvöldi, stemningin var svo mikil! Það er spennandi að sjá og heyra hvað unga fólkinu okkar liggur á hjarta; hér fá þau tækifæri til að tjá það á skapandi hátt. Tvö kvöld eru eftir og þú getur fengið að fylgjast með. Fiðringslagið verður flutt í dómarahléi á úrslitakvöldinu en í ár kusu nemendur Röddina í klettunum með Gugusar sem mætir á staðinn og skemmtir áhorfendum. Kynnar á úrslitakvöldinu eru Vandræðaskáldin okkar Sesselía Ólafsdóttir og Vihjálmur B. Bragason og Villi kynnir líka á undankeppnunum. 

Rúmlega 73 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða úthlutað til verkefna á Norðurlandi eystra

28 verkefni hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal í síðustu viku. Veittir voru styrkir til sex verkefna á Norðurlandi eystra.

Ævintýralegir menningarsprotar á Norðurlandi eystra, ykkar er leitað!

Northern Lights Fantastic Film Festival óskar eftir ævintýralegum samstarfsaðilum og þátttakendum. Um er að ræða kvikmyndahátíð og stuttmyndakeppni þar sem þemað eru sögur og sýn sem standa utan ramma raunveruleikans.
Í kaffipásum Ársþingsins var stutt fyrir fundargesti að fara og dást að Sigurvini, nýju björgunarskipi sem þjónar Norðurlandi og á heimahöfn í Fjallabyggð. 

Mynd: Rögnvaldur Guðmundsson.

Vel heppnuðu ársþingi SSNE á Siglufirði lokið

Siglfirskt vorveður tók á móti fundargestum þegar þeir yfirgáfu Bláa húsið á hádegi í dag, eftir vel heppnað ársþing SSNE. Mjög góð mæting var á þingið í ár af þingfulltrúum, og margir góðir gestir sátu þingið í hluta eða heild, þar með talið ráðherra, þingfólk, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt nýráðnum framkvæmdarstjóra Sambandsins og embættisfólk af svæðinu.
Getum við bætt síðuna?