Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Verkefnisstjóri verkefnisins „Betri Bakkafjörður“

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, auglýsir eftir verkefnisstjóra verkefnisins „Betri Bakkafjörður“. Verkefnið er hluti af verkefnum „Brothættra byggða“ og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, SSNE og Langanesbyggðar. Um 100% starf er að ræða.

Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra til ársins 2033 gefin út

Helstu áherslur SSNE í samgöngumálum endurspeglast í fjórum áherslum: Öruggar samgöngur, greiðar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæð byggðaþróun.

Sex nýsköpunarteymi klára Startup Storm

Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og græn verkefni, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Uppbygging að Hrauni í Öxnadal

Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, í samræmi við ályktun Alþingis frá árinu 2017.
Gestir hrífast með og glaðværð fer um hópinn á viðburði Boreal

Án orða, fyrir öll

Boreal er alþjóðleg hátíð haldin á Norðurlandi eystra! Markmið hátíðarinnar er að skeyta saman inn- og erlendu listafólki, byggja brýr og hvetja til samstarfs. Segja má með sanni að Norðlendingar geti verið dansandi kátir með frumkvæði og elju Yuliönu Palacios og hennar teymis, því hátíðin er einstök á landsvísu. Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023, öll velkomin. Sjá nánari dagskrá í frétt.

Stafræn nýsköpunargátt fyrir nýsköpunarumhverfi og frumkvöðla

Opnuð hefur verið stafræn nýsköpunargátt fyrir frumkvöðla á vefnum www.skapa.is

Samtal um græna styrki á Akureyri

Rannís og Samband Íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við SSNE og Eim, standa fyrir opnum hádegisfundi á Akureyri þann 22. nóvember næstkomandi. Á fundinum verður fjallað um sóknartækifæri fyrir íslenska aðila í Evrópuáætlanir á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála, og þá þjónustu sem umsækjendum stendur til boða.

Ódýrara flug til Reykjavíkur með viðkomu í London?

Það sem kemur þó kannski á óvart er að með þessu flugi opnast líka tækifæri fyrir til að fljúga á ódýrari máta milli Akureyrar og Reykjavíkur og öfugt. Þannig var til að mynda mögulegt að bóka flug nú á helginni frá Akureyri til Reykjavíkur (aðra leið) á 18.400 krónur með Icelandair, en á 12.221 krónu með easyJet.

Haustfundur atvinnuráðgjafa í Reykjanesbæ

Starfsfólk SSNE sótti haustfund atvinnuráðgjafa í Reykjanesbæ s.l. miðvikudag, yfirskrift fundarins var Gervigreind eða gerfigreind? Fjallað var um miðlun og hagnýtingu gervigreindar í þjónustu atvinnuráðgjafa og byggðaþróunar.

LOFTUM námskeið með Rafni Helgasyni um loftslagsmál

Rafn Helgason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, mun halda námskeið  sem sérstaklega er miðað að kjörnum fulltrúum sveitarfélaga og starfsfólki sem fæst við umhverfis- og skipulagsmál. Námskeiðið er hluti af LOFTUM, áhersluverkefni SSNE, sem unnið er af SÍMEY og Þekkingarneti Þingeyinga
Getum við bætt síðuna?