Úthlutanir
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2025.
Á rafrænni úthlutunarhátíð þann 5. desember voru veittir 74 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, en úthlutað var 72,5 m.kr. í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2024.
Á rafrænni úthlutunarhátíð þann 13. desember voru veittir 76 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, en úthlutað var 73,6 m.kr. í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2023.
Umsóknarfrestur til styrkja fyrir árið 2023 var 17. nóvember 2022.
Úthlutunarhátíð var rafræn, haldin fimmtudaginn 2. febrúar. Alls bárust 172 umsóknir, en 72 verkefni hlutu styrki, samtals að upphæð 73,3 mkr. Þar af voru 26 á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, 34 menningarverkefni og 12 stofn og rekstrarstyrkir.
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2022.
Umsóknarfrestur til styrkja fyrir árið 2022 var 10. nóvember 2021.
Úthlutunarhátíð var rafræn, haldin fimmtudaginn 3. febrúar. Alls bárust 158 umsóknir, en 80 verkefni hlutu styrki, samtals að upphæð 75 mkr. Þar af voru 27 á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, 42 menningarverkefni og 11 stofn og rekstrarstyrkir.
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2021.
Umsóknarfrestur til styrkja fyrir árið 2021 var 4. nóvember 2020.
Úthlutunarhátíð var haldin miðvikudaginn 3. febrúar og var rafræn að þessu sinni vegna samkomutakmarkana og var vel sótt af styrkþegum þessa árs. 201 umsóknir bárust en 85 verkefni fengu styrkvilyrði að upphæð samtals 75 mkr. Þar af voru 34 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar styrkt um samtals 37,5 mkr, 38 verkefni á sviði menningar voru styrkt um 23,1 mkr og 13 verkefni hlutu stofn- og rekstrarstyrk á sviði menningar.
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2020.
Umsóknarfrestur til styrkja fyrir árið 2020 var 7. nóvember 2019. Alls bárust 158 umsóknir, þar af 68 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 90 til menningar. Samtals var sótt um tæpar 335 mkr., um 190,3 mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar, 144,6 mkr. til menningar.
Á úthlutunarhátíð sem fram fór í Skjólbrekku í Mývatnssveit föstudaginn 7. Febrúar fengu 82 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 76 mkr. Þar af voru 32 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar styrkt um samtals 38 mkr og 50 verkefni á sviði menningar styrkt um samtals 38 mkr.
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2019
Umsóknarfrestur til styrkja fyrir árið 2019 var 7. nóvember 2018. Alls bárust 132 umsóknir þar sem samtals var sótt um rúmlega 305 mkr. Þar af voru 50 umsóknir um samtals 161 mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 umsóknir um samtals 145 mkr. til menningarstarfs.
Úthlutun styrkja fór fram föstudaginn 8. febrúar, og fengu 78 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 80 mkr. Þar af voru 28 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og 50 á sviði menningar.
Úthlutun uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2018
Umsóknarfrestur til styrkja á árinu 2018 var 29. nóvember 2017, og var í fyrsta sinn notast við rafræna umsóknargátt. Uppbyggingarsjóði bárust samtals 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Samtals var sótt um rúmlega 271 m.kr.
Úthlutun styrkja fór fram fimmtudaginn 1. febrúar og fengu 85 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 100 m.kr. Þar af voru 36 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og 49 á sviði menningar.