Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Sjö teymi taka þátt í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október.

Pistill framkvæmdastjóra - September

Septembermánuði allt í einu lokið og vægt sagt að haustið sé að læðast upp að okkur. Mánuðurinn hefur verið viðburðaríkur hjá SSNE og margt sem er þess vert að nefna í þessum stutta pistli septembermánaðar.

Straumhvörf - Vöruþróun í ferðaþjónustu

Straumhvörf er vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu á Norður og Austurlandi.

Fyrsta námskeiðið í LOFTUM haldið fyrir Græna leiðtoga SSNE

Þátttakendum í Grænum skrefum SSNE var boðið að sitja námskeiðið Grænir leiðtogar  sl. föstudag, í húsakynnum SÍMEY á Akureyri. Námskeiðið var vel sótt og ljóst að græna leiðtoga má finna víða á Norðurlandi eystra.

Ráðgjafar SSNE verða í Hrísey

Ráðgjafar SSNE verða í Hrísey á mánudaginn 2. október n.k.

Málþing um Brothættar byggðir

Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir verður haldið á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá kl. 10:30-16:20.

Haustþing SSNE framundan

Boðað hefur verið til Haustþings SSNE þann 6. október næstkomandi. Þingið verður haldið rafrænt, en allar upplýsingar um þingið, dagskrá þess og þinggögn má nálgast hér. 
María Pálsdóttir verkefnastjóri Fiðrings, Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður stjórnar SSNE, Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri MAK og Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri MAK

Sóknaráætlun Norðurlands eystra styður við barnamenningu með þriggja ára samningum

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar gerðu í dag samning við Menningarfélag Akureyrar um tvö verkefni, Upptakt og Fiðring. Um er að ræða áhersluverkefni Sóknaráætlunar sem stjórn SSNE hefur valið að styrkja til þriggja ára.

Vinnustofa atvinnuráðgjafa og Byggðastofnunar

Byggðastofnun stóð fyrir vinnustofu á Sauðárkróki með fulltrúum atvinnuráðgjafa landshlutasamtaka í landsbyggðunum fyrr í mánuðinum. Markmið vinnustofunnar var fyrst og fremst að efla tengsl milli atvinnuráðgjafanna og lánasérfræðinga stofnunarinnar og stuðla þannig að enn betri þjónustu og ráðgjöf um land allt.

Verslun í dreifbýli – auglýst eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.
Getum við bætt síðuna?