Septembermánuði allt í einu lokið og vægt sagt að haustið sé að læðast upp að okkur. Mánuðurinn hefur verið viðburðaríkur hjá SSNE og margt sem er þess vert að nefna í þessum stutta pistli septembermánaðar.
Þátttakendum í Grænum skrefum SSNE var boðið að sitja námskeiðið Grænir leiðtogar sl. föstudag, í húsakynnum SÍMEY á Akureyri. Námskeiðið var vel sótt og ljóst að græna leiðtoga má finna víða á Norðurlandi eystra.
Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir verður haldið á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá kl. 10:30-16:20.
Boðað hefur verið til Haustþings SSNE þann 6. október næstkomandi. Þingið verður haldið rafrænt, en allar upplýsingar um þingið, dagskrá þess og þinggögn má nálgast hér.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar gerðu í dag samning við Menningarfélag Akureyrar um tvö verkefni, Upptakt og Fiðring. Um er að ræða áhersluverkefni Sóknaráætlunar sem stjórn SSNE hefur valið að styrkja til þriggja ára.
Byggðastofnun stóð fyrir vinnustofu á Sauðárkróki með fulltrúum atvinnuráðgjafa landshlutasamtaka í landsbyggðunum fyrr í mánuðinum. Markmið vinnustofunnar var fyrst og fremst að efla tengsl milli atvinnuráðgjafanna og lánasérfræðinga stofnunarinnar og stuðla þannig að enn betri þjónustu og ráðgjöf um land allt.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.