Sameiginlegur vinnudagur stjórnar og starfsfólks SSNE haldinn á Akureyri
Sameiginlegur vinnudagur stjórnar og starfsfólks SSNE haldinn á Akureyri
Stjórn og starfsfólk SSNE hittust á sameiginlegum vinnudegi í Hofi í gær, þann 6. desember, þar sem gafst kærkomið tækifæri til að hittast í eigin persónu og eiga samtal um samtökin, störf þeirra og framtíðaráform. Öll sveitarfélög SSNE eiga fulltrúa í stjórn og stjórnarfundir fara því alla jafna fram í netheimum.
Tíminn var svo sannarlega vel nýttur á vinnudeginum, en til umræðu voru árangursmælikvarðar og starfsáætlun næsta árs auk þess sem dagurinn var upptaktur að vinnu við nýja sóknaráætlunargerð; en núverandi sóknaráætlun svæðisins er í gildi út árið 2024. Greiningarvinna fór fram á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum Norðurlands eystra og í þeirri vinnu barst stjórn og starfsfólki liðsauki frá Markaðsstofu Norðurlands og Eimi.
Niðurstöður þessarar greiningarvinnu, og þeirra umræða sem fóru fram, munu án vafa nýtast vel í þeirri vinnu sem framundan er í gerð sóknaráætlanar svæðisins.