Fara í efni

Þing SSNE

Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra 2025

Ársþing SSNE 2025 verður haldið á Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi, 2.-3. apríl næstkomandi.
Gert er ráð fyrir því að skráningin opni kl. 10.30 og að þingið verði sett kl. 11:00. Gert er ráð fyrir að þingstörfum ljúki kl. 14 þann 3. apríl.

Ef þú munt mæta á þingið þá viljum við biðja þig að skrá þig til leiks með því að smella hér. Ef þú ert þingfulltrúi og sérð fram að geta ekki mætt þá biðjum við þig um að sjá til þess að varafulltrúi þinn sé boðaður til að tryggja lögmæti þingsins.

Dagskrá ársþings 2025 
(Birt með fyrirvara um breytingar)

Miðvikudag 2. apríl
10:30 Mæting og skráning
11:00 Þingsetning: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE
            - Kosning þingforseta, ritara og nefnda
11:05 Hvernig grípum við tækifærin?
            - Málstofa þar sem fulltrúar frá Íslandsstofu og Landsvirkjunar munu taka þátt í samtali um hvernig sveitarfélögin geta verið tilbúin að grípa tækifæri í  atvinnulífinu þegar þau koma upp
12:30 Hádegisverður
13:30 Leiðtogar í heita pottinum – efling kjörinna fulltrúa
            - Lára Kristín Skúladóttir, lóðs og leiðtogaþjálfi
17:00 Þinghlé
17:30 Fordrykkur og kynning í boði Svalbarðsstrandarhrepps
19:00 Kvöldverður á Hótel Natur

Fimmtudag 3. apríl
09:00 Breytingar á 9. kafla sveitarstjórnarlaga
             - Vinnustofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneyti um fyrirhugaðar breytingar á 9. kafla sveitarstjórnarlaga. Nánari upplýsingar 
10:00 Ávörp gesta
            - Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra
            - Logi Einarsson, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis
            - Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
11:00 Almenn aðalfundarstörf
            Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
           Skýrsla framkvæmdastjóra
          Ársreikningur 2023 og skýrsla endurskoðanda
          Fjárhagsáætlun 2025-2028
         Tillögur og ályktanir frá stjórn og þingfulltrúum
        Tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum
        Tillaga að nafnabreytingu frá Gunnari Má Gunnarssyni, bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar
       Kosning endurskoðanda
      Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur málefni sem eru löglega upp borin
12:00 Hádegisverður
13:00 Markaðsstofa Norðurlands – Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
13:20 Svæðisbundið farsældarráð - Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar
14:00 Þingi slitið

Þingforseti verður Þórunn Sif Harðardóttir, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps.

--
Þingið er opið öllum þó aðeins þingfulltrúar hafi rétt til greiðslu atkvæða og viljum við sérstaklega hvetja allt sveitarstjórnarfólk í landshlutanum til að mæta.

Gögn þingsins:
Ársreikningur 2024
Tillaga að fjárhagsáætlun 2025-2028
Tillögur að ályktunum þingsins
Tillögur um breytingar á samþykktum SSNE
Samþykktir SSNE verði þær samþykktar á ársþingi 2025
Tillaga að nafnabreytingu frá Gunnari Má Gunnarssyni