NACEMAP-verkefninu hleypt af stokkum á Írlandi í apríl
SSNE er þátttakandi í verkefninu NACEMAP; þriggja ára verkefni sem styrkt er af áætlun Evrópusambandsins sem styðu við samstarf meðal afskekktra og strjálbýlla samfélaga í nyrstu svæðum álfunnar (Interreg Northern Periphery and Arctic Programme). Verkefninu var hleypt af stokkum í byrjun apríl í Cork á Írlandi, en NACEMAP er leitt af írskum og finnskum aðilum. Að auki koma að verkefninu fulltrúar frá Kanada, og fulltrúar Íslands eru auk SSNE Háskólinn á Akureyri og Norðurslóðanetið (IACN).
15.04.2025