Fara í efni

Glæðum Grímsey



Grímsey hóf göngu sína í verkefninu Brothættar byggðir árið 2016 undir heitinu Glæðum Grímsey. Áætlað var að verkefninu lyki á árinu 2020 en að tillögu ríkisstjórnar var það framlengt til loka árs 2022. Lokaíbúafundur var haldinn í verkefninu í febrúar 2023

Grímsey liggur á heimskautsbaug, 41 km frá norðurströnd landsins. Hún er 5,3 ferkílómetrar að flatarmáli og 5,5 km að lengd. Eyjan er mynduð úr blágrýti og hallar frá austri til vesturs. Bjargbrúnin er hæst 105 m yfir sjó, á austanverðri eynni. Byggðin er vestan til þar sem eyjan er lægri. Grímseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarkaupstað árið 2009.

Um Glæðum Grímsey

Verkefnið í Grímsey hófst árið 2015 og hóf verkefnisstjóri störf í nóvember sama ár. Íbúaþing var haldið í Múla í Grímsey í byrjun maí 2016 og út frá niðurstöðum þess var unnin framtíðarsýn og markmið fyrir verkefnið. Þar völdu Grímseyingar líka nafn verkefnisins, þ.e. Glæðum Grímsey. Drög að stefnumótun kynnt fyrir íbúum á vel sóttum fundi í lok árs 2016. Verkefnið byggir í grunninn á þremur meginmarkmiðum og undir þeim eru svo skilgreind 34 tímasett starfsmarkmið.

Á íbúafundi í Grímsey í júlí 2021 greindi Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi. Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni. Byggðastofnun mun leggja verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár til verkefnisstjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni, auk þess sem Akureyrarbær og SSNE leggja verkefninu lið og annast umsýslu þess ásamt Byggðastofnun. Þáttur íbúa í Grímsey við að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum og dugnaði sínum vegur þó þyngst í verkefninu.

Meginmarkmið Glæðum Grímsey eru:

Verkefnisstjórn

Hlutverk verkefnisstjórnar er að vinna að framgangi verkefnisins Glæðum Grímsey. Auk þess metur hún umsóknir sem berast í Frumkvæðissjóð  og úthlutar styrkjum á grundvelli faglegs mats og í takt við markmið  verkefnisins Glæðum Grímsey. Í verkefnisstjórn Glæðum Grímsey sitja tveir fulltrúar frá sveitarfélagi, tveir frá Byggðastofnun, tveir frá íbúum og einn frá SSNE. Með stjórn starfar verkefnisstjóri í 50% starfi. Hann er með starfsaðstöðu á skrifsstofu SSNE á Akureyri, en sækir Grímsey reglulega heim, eða eins og fjárheimild gefur tilefni til. Frá haustinu 2021 fundar verkefnisstjórn á mánaðarfresti.

Halla Björk Reynisdóttir – formaður verkefnisstjórnar, Akureyrarbær
Gunnar Gíslason - Akureyrarbær
Kristján Þ. Halldórsson – Byggðastofnun
Helga Harðardóttir - Byggðastofnun
Jóhannes Henningsson – Fulltrúi íbúa
Karen Nótt Halldórsdóttir - Fulltrúi íbúa
Anna Lind Björnsdóttir - SSNE

Úthlutanir

Hér fyrir neðan er yfirlit styrktra verkefna í Brothættum byggðum (Glæðum Grímsey).

Styrkt verkefni  2021
Styrkt verkefni árið 2020

  • Markaðssetning í skugga Covid 2020
  • Hurðaskipti á gistiheimilinu Básum
  • Útgáfa bókarinnar: Grímsey - Undraeyja norðursins
  • Vörulína fyrir Grímsey
  • Miðstöð ferðamála í Grímsey
  • Umhirða óræktar í Grímsey
  • Endurbætur á Gullsól
  • Rafrænn snjallratleikur
  • Þjónusta við ferðamenn í Grímsey
  • Hausthátíð

Nánar um eldri úthlutanir má finna hér.