
Vinnustofa um sameiginlega svæðisáætlun Norðurlands um meðhöndlun úrgangs
SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Núverandi áætlun byggir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin, sem gerð er til 12 ára í senn, gildir til ársins 2026 og er þessi fundur nauðsynlegur hluti af endurskoðun þeirrar áætlunar.
19.04.2022