Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd tekin við opnun starfsstöðvar.

Opnun starfsstöðvar á Tröllaskaga og viðvera starfsmanna

SSNE opnaði nýlega í fyrsta sinn starfsstöð á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE verður með viðveru þar fyrsta mánudag í hverjum mánuði og verður því til viðtals mánudaginn 6. september nk.
Mynd: vb

Fjárfestingarátak um uppbyggingu varanlegra salerna á áningarstöðum við hringveginn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur að fjárfestingarátaki um uppbyggingu varanlegra salerna á áningarstöðum við hringveginn. Verkefnið er boðið út í samstarfi við Ríkiskaup.

Fréttabréf ágústmánaðar er komið út

Í þessu 18. eintaki af mánaðarlegu fréttabréfi SSNE er farið um víðan völl, enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða. Að þessu sinni er fréttabréfið því lengra en vanalega, en meðal frétta í þessu eintaki er til að mynda:

Málefni norðurslóða rædd við fulltrúa Utanríkisráðuneytisins

SSNE fékk góða gesti í gær frá Utanríkisráðuneytinu, þegar Einar Gunnarsson sendiherra og fyrrverandi fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautráðsins í formanstíð Íslands (2019-2021), Pétur Ásgeirsson nýr fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins, Sólrún Svandal sérfræðingur í málefnum Norðurslóða og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri komu til að ræða málefni Norðurslóða. Eitt af áhersluverkefnum SSNE er Norðurslóðamiðstöð Íslands þar sem meginmarkmiðið er að Akureyri verið formlega viðurkennd Norðurslóðasmiðstöð Íslands, auk enn frekar vægi Akureyrar í málefnum Norðurslóða á Íslandi (Arctic Akureyri), auka samvinnu sveitarfélaga á Norðurlandi í málefnum Norðurslóða og auka stuðning við rannsóknasamvinnu á Norðausturlandi vegna umsókna í stóra samkeppnissjóði. Síðar sama dag fór fram undirritun á samstarfssamningi milli Norðurslóðanets Íslands og Utanríkisráðuneytisins. Við það tækifæri sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að áframhaldandi samtarf við Norðurslóðanetið væri mikið fagnaðarefni. „Á Akureyri hefur byggst upp sterkur norðurslóðaklasi. Við væntum þess að Norðurslóðanetið leiði þróun hans áfram í samræmi við nýja norðurslóðastefnu sem Alþingi samþykkti í vor. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hve þróttmikil starfsemin er hér undir einu þaki með Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur tveggja af vinnuhópum Norðurskautsráðsins, skrifstofu Alþjóða Norðurslóðavísindanefndarinnar (IASC)og Háskólann á Akureyri í broddi fylkingar. Við Íslendingar erum öll norðurslóðabúar en Akureyringar og Norðlendingar eru fremst meðal jafningja í þessum málaflokki.“

Nýr verkefnastjóri SSNE á Húsavík

Hildur Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnisstjóra SSNE með megin áherslu á menningarmál. Hún hóf störf 1. september sl., og er með starfsstöð á Húsavík. Hildur er uppalin á Vopnafirði og er ættuð þaðan í móðurætt og í Núpasveit í föðurætt.

Forsætisráðherra ræðir málefni Grímseyjar

Á fundinum var staða Grímseyjar rædd í víðu samhengi og farið yfir helstu tækifæri og ógnanir. Samgöngumálin voru þó efst á baugi.

Skógarkolefni

Skógarkolefni er verkefni sem Skógræktin hefur hrundið af stað til að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt.
Frá undirritun Lóu nýsköpunarstyrks, Perla Björk starfsmaður klasans, Selma Dögg Sigurjónsdóttir verkefnastjóri í Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytinu og Axel Björgvin Höskuldsson stjórnarformaður klasans og forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá HSN.

Starfsmaður Heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands tekur til starfa

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr., úthlutað að þessu sinni en stjórn SSNE tók ákvörðun að styrkja Heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands um 10 milljónir kr.
Óskarstöðin fyrir breytingar

Óskarstöðin á Raufarhöfn fær yfirhalningu

Óskarstöðin á Raufarhöfn, sem reis árið 1950 og var eitt af 11 síldarplönum sem starfrækt voru á síldarárunum á Raufarhöfn hefur gegnið í endurnýjun lífdaga. Snorri F. Hilmarsson hefur unnið hörðum höndum að því undanfarin ár að bjarga Óskarstöðinni og endurbyggja.

Almenningssamgöngur á austursvæði landshlutans

Almenningssamgöngur frá Húsavík og austur til Þórshafnar hafa ekki verið til staðar frá því 2017 en þá gekk leið 79 á milli Akureyrar og Þórshafnar með viðkomu á Húsavík, Ásbyrgi, Kópaskeri og Raufarhöfn. SSNE fékk styrk úr úthlutun úr aðgerð A.10 á byggðaáætlun 2020
Getum við bætt síðuna?