Fara í efni

Raufarhöfn og framtíðin

Raufarhöfn var fyrsta byggðalagið sem tók þátt í verkefninu Brothættar byggðir og hófst á árinu 2012. Íbúaþing var haldið í upphafi árs 2013 og var verkefninu gefið nafnið Raufarhöfn og framtíðin. Verkefninu lauk formlega í lok árs 2017 en síðan þá hefur SSNE og Norðurþing verið með atvinnu- og samfélagsfulltrúa starfandi á staðnum, sem unnið hefur áfram að hugmyndum og verkefnum sem urðu til í ferlinu.

Fyrsti íbúafundur í verkefninu sem hlaut nafnið „Raufarhöfn og framtíðin“ var haldinn í október 2012. Haldið var íbúaþing í janúar 2013 og farið var yfir skilaboð íbúaþingsins og hvernig þeim yrði fylgt eftir á íbúafundi í febrúar sama ár. Þátttaka á íbúafundum á Raufarhöfn var mjög góð, t.d. tók ríflega þriðjungur íbúa þátt í íbúaþinginu í upphafi verkefnis. Íbúafundir voru haldnir í október 2015, febrúar 2017 og janúar 2018.

Alls voru 15 málaflokkar til umræðu á þinginu. Þar vó þyngst óskin um aukinn byggðakvóta, því næst eflingu ferðaþjónustu, svo ráðstöfun og uppbyggingu húsa og lóðar sem áður voru í eigu SR og loks atvinnumál almennt.

Meginmarkmið verkefnisins sem unnið er eftir:

  • Sérstæður áfangastaður
  • Traustir grunnatvinnuvegir
  • Blómstrandi menntun
  • Öflugir innviðir

Árið 2025 valdi Byggðastofnun verkefnin „Raufarhöfn og framtíðin" og „Öxarfjörður í sókn" til að taka þátt í nýju tilraunaverkefni til þriggja ára sem má líta á sem nokkurskonar framhald af verkefninu Brothættar byggðir sem byggðalögin tóku bæði þátt í fyrir nokkrum árum. Áhugasömum aðilum er bent á Facbook síðu verkefnisins, þar má jafnan fylgjast með því sem er að gerast í samfélögunum.
Á vef Byggðastofnunar má sjá allar frekari upplýsingar. 

Hvað er frumkvæðissjóður?

Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna.
Verkefni þurfa að styðja við markmið og framtíðarsýn í verkefninu Brothættar byggðir í viðkomandi byggðarlagi.
Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda en það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og annarra samstarfsaðila og/eða leiðir til samstarfs aðila sem að jafnaði starfa ekki saman

Hvaða verkefni eru styrkhæf?

Styrkir eru veittir í eftirfarandi flokkum:

  • Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu- og nýsköpunar.
  • Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel eftirfarandi og styrkja þannig umsóknir sínar:

Hvernig er umsóknarferlið?

    • Umsóknir skulu berast til verkefnisstjóra gegnum netfangið nanna@ssne.is
    • Umsóknareyðublað má finna hér
    • Umsóknarfrestur er til 5. maí 2025 kl. 16:00 - athugið að umsóknir sem skila sér eftir auglýstan tíma koma ekki til skoðunar. 

Nanna Steina Höskuldsdóttir nanna@ssne.is og Einar Ingi Einarsson einar@nordurthing.is starfa sem verkefnisstjórar á svæðinu í heild, bjóða þau upp á viðtalstíma og ráðgjöf varðandi umsóknarskrif eða hugmyndavinnu.

Verkefnisstjóri

Nanna Steina Höskuldsdóttir er verkefnisstjóri starfandi á Raufarhöfn.
Tengiliðaupplýsingar eru eftirfarandi: nanna@ssne.is sími 464-9882 

Verkefnisstjórn 2025

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fulltrúi Norðurþings og formaður verkefnisstjórnar
Olga Friðriksdóttir, fulltrúi íbúa Raufarhafnar
Ólafur Gísli Agnarsson, fulltrúi íbúa Raufarhafnar
Charlotta V. Englund, fulltrúi íbúa Öxarfjarðarhéraðs
Thomas Helmig, fulltrúi íbúa Öxarfjarðarhéraðs
Hildur Halldórsdóttir, fulltrúi SSNE
Helga Harðardóttir, fulltrúi Byggðastofnunar
Kristján Þ. Halldórsson, fulltrúi Byggðastofnunar

Skilaboð íbúaþings

Skilaboð íbúaþings 2014