Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

SSNE er á YouTube

SSNE hefur nú stofnað Youtube rás þar sem finna má ýmis myndbönd tengd starfsemi samtakanna. Þar má finna upptökur af meðal annars fundum, fyrirlestrum, þing samtakanna og viðtöl sem og öðru myndefni er varðar Norðurland eystra, styrkjaumhverfinu og margt fleira.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Norðurslóðanetið kynnir fólkið í norðurslóðamálum

Málefni norðurslóða eru sífellt mikilvægari á alþjóðlegum vettvangi og virðist ekkert lát þar á.  Hér á landi eru fjölmargar stofnanir og fyrirtæki sem starfa í þágu norðurslóða, en Akureyri er miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. En hvað gera þessar stofnanir í raun og hverjir starfa þar?

Lokadagur Vaxtarýmis

Lokaviðburður viðskiptahraðalsins Vaxtarrými þar sem átta sprotafyrirtæki kynna starfsemi sína verður haldinn næstkomandi föstudag í beinu streymi á Facebook og Vísi.is.

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2022

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2022

Frumdrög að nýrri kirkju í Grímsey

Á sóknarnefndar- og íbúafundi í Grímsey þann 16. nóvember síðastliðinn kynnti Hjörleifur Stefánsson arkitekt frumdrög að nýrri kirkju.

Starfshópur um póstþjónustu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta hvernig best megi ná markmiðum 1. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019 um alþjónustu, m.a. með hliðsjón af tækninýjungum, samkeppnissjónarmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.
Ljósmynd: Skipulagsstofnun

Raforkumál í Eyjafirði

Þann 11. Nóvember sl. héldu Samtök atvinnurekenda á Akureyri (SATA) í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE fjarfund undir yfirskriftinni Aukin raforka í Eyjafirði – Tálsýn eða tækifæri? Um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum var farið yfir innviðamál sem sífellt þarf að halda á lofti, þá sér í lagi um afhendingargetu og afhendingaröryggi í orkumálum

Endurnýjanleg orka á afskekktum svæðum: Tækifæri fyrir hreina orku á norðurslóðum

Þann 24. nóvember nk. verður haldin rafræn málstofa um ýmsar víddir endurnýjanlegrar orku á norðurslóðum, meðal annars út frá staðbundnum sjónarmiðum.

Haustfundur atvinnuráðgjafa 2021

Í byrjun nóvembers komu atvinnuráðgjafar og starfsfólk Byggðastofnunar saman á Snæfellsnesi til að ræða verkefni og deila þekkingu.
Ljósmynd: Hjalti Árnason

Samgöngustefna Norðurlands eystra - Mögulegar framkvæmdir í vegagerð

Unnin hefur verið skýrsla um mögulegar framkvæmdir í vegagerð á Norðurlandi eystra. Skýrslan er fyrsti áfangi í áhersluverkefni sem RHA tók að sér að vinna fyrir SSNE. Markmið verkefnisins er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti sem varða starfssvæði SSNE þannig að þeir komist í umræðu og í framhaldinu sé unnt að forgangsraða völdum kostum kerfisbundið á einhvern hátt með hag almennings og atvinnu- og efnahagslífs landshlutans í huga.
Getum við bætt síðuna?