Fara í efni

Gullakistan

- Þessi síða er í vinnslu, en velkomið að kynna þér Gullakistuna. Við mælum með að þú skrollir niður og skoðir söfn, setur og sýningar undir sveitarfélögunum sem og fyrstu vörðuna hér rétt fyrir neðan (Ferðamáti, vélar og mannvirki).

Eitt er víst og það er að öll þekking safna, sýninga og setra í landshlutanum er þín!

Gullakistan er líkt og fjársjóðskort sem vísar þér leiðina að stórum sem smáum gullmolum um allan landshlutann. Markmið Gullakistunnar er að aðstoða kennara og leiðbeinendur við að fletta upp, bóka og fá innblástur af þeirri fræðslu sem söfn, setur og sýningar á Norðurlandi eystra hafa uppá að bjóða nemendum á leik- og grunnskólastigi. Allt í takt við námsefni, skólastig og námskrá.

Með nemendur og læsi þeirra að leiðarljós vonum við að samtöl og verkefni skóla- og menningarstofnana verði mörg og mikil!

Yfir 40 staðir á Norðurlandi eystra bjóða upp á lifandi fræðsluleiðir og verkefni fyrir skólahópa.
Hvaða tækifæri leynast í kortunum sem geta auðgað þína kennslustund? Ert þú að fjalla um myndlist, himingeiminn, umhverfismál, þjóðhætti, verslunarsögu, rafmagn eða heilbrigði? Allt eru þetta viðfangsefni sem finna má í listunum hér fyrir neðan. Hví ekki að hafa samband við fræðslufulltrúann ef þú ert með hugmyndir að heimsókn eða verkefni.

Hefur þú ekki tök á því að fara út úr skólastofunni?
--> Kannski á safn í nærumhverfinu þínu fræðslukistu sem hægt er að fá lánaða inn í kennslustofuna?
--> Kannski er fræðslufulltrúi frá öðru sveitarfélagi tilbúinn að senda þér stafræna fyrirlestra, verkefni eða myndapakka sérlagaða að kennsluefninu þínu?

Vörður og efnisflokkar Gullakistunnar - leitarorð

Ferðamáti, vélar og mannvirki

Himinn, hnöttur, lönd og haf

  • Haf, vatn og fjara
  • Hnöttur, lönd og siglingar
  • Sjávarþorp, skip og bátar
  • Veður, flug og geimur

Land og saga

  • Atvinna, fjármál og verslunarsaga
  • Byggðarkjarnar og sveitarfélög
  • Stjórnmál
  • Víkingaöldin

List og sköpun

  • Hannyrðir og textíll
  • Hönnun og smíði
  • Myndlist
  • Ljósmyndun
  • Ritlist og bókmenntir
  • Sviðslistir
  • Tónlist

Mannkyn og mannslíkami

  • Heilbrigði, sál og velferð
  • Mannkynssaga
  • Réttindi
  • Sjúkdómar

Náttúra, gróður og dýr

  • Dýr
  • Gróður
  • Hringrásir
  • Jarðfræði
  • Umhverfismál

Þjóð og tunga

  • Börn, leikföng og leikir
  • Heimilislíf og búskapur fyrr á öldum
  • Matarhefðir og matarmenning
  • Orð, málshættir og orðatiltæki
  • Samkomur og hátíðir
  • Þjóðhættir
  • Þjóðsögur, hliðarheimar og vættir
  • Ættfræði

 

 

Er safnið, setrið eða sýningin sem er næst þér með opið fyrir skólahópa þó að það sé lokað fyrir almenning yfir veturinn? Ertu kannski með hugmynd um að sækja um styrk fyrir skólaferð? Hér má leita eftir söfnum, setrum og sýningum eftir sveitarfélögum - og skoða þá fjölmörgu möguleika sem í boði eru. Hér getur þú ferðast á milli safna, setra og sýninga frá vestur til austurs:

Fjallabyggð

Dalvíkurbyggð og Hörgársveit

Akureyri

Eyjafjarðarsveit, Grýtubakka- og Svalbarðsstrandahreppur

Þingeyjarsveit

Langanesbyggð og Norðurþing

Ef einhverjar spurningar vakna, þið viljið taka þátt í verkefninu, styðja við það eða koma ábendingum áleiðis skal hafa samband við thorgunnur@smahugur.is og/eða hildur@ssne.is