Vinnustofa um sameiginlega svæðisáætlun Norðurlands um meðhöndlun úrgangs
Vinnustofa um sameiginlega svæðisáætlun Norðurlands um meðhöndlun úrgangs
SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Núverandi áætlun byggir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin, sem gerð er til 12 ára í senn, gildir til ársins 2026 og er þessi fundur nauðsynlegur hluti af endurskoðun þeirrar áætlunar.
Fundurinn er opinn öllum en sérstaklega er óskað er eftir þátttöku kjörinna fulltrúa og lykilstarfsmanna sveitarfélaga í úrgangsstjórnun.
Fundurinn sem er rafrænn verður haldinn 25.apríl kl. 14:00 – 17:00.
Skráningar á fundinn skal senda á ssne@ssne.is og verður skráðum þátttakendum sendur hlekkur.
Fundarstjóri verður Smári Jónas Lúðvíksson, verkefnastjóri umhverfismála hjá SSNE.
DAGSKRÁ
KYNNINGAR OG STÖÐUMAT
Samtaka um hringrásarhagkerfi og hlutverk sveitarfélaga - Eygerður Margrétardóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Hvað breytist 1.jan 2023? Nýjar kröfur til svæðisáætlanagerðar sveitarfélaga - Ísak Már Jóhannesson, Umhverfisstofnun
Kynning á stöðumati - Stefán Gíslason, Environice
Stekkjarvík, Kynning á starfsemi urðunnarstaðar - Magnús B. Jónsson, Formaður stjórnar Norðurá bs.
Hagkvæmnimat líforkuvers - Guðmundur H. Sigurðarsson, Vistorku
Hvað gerist næst? Helstu áskoranir framundan - Smári Jónas Lúðvíksson, SSNE
STUTT HLÉ
UMRÆÐUR OG SAMANTEKT
Umræðuhópar um stöðu landshlutans, markmið og aðgerðir
Samantekt helstu niðurstaða