
Fjárfestar og ráðherrar mæta á Siglufjörð
Tíu sprotafyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum á fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á fimmtudaginn á Siglufirði. Auk fjölda fagfjárfesta og fjárfestingasjóða hafa ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir boðað komu sína.
28.03.2022