Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Gunnar Már, Arna Björg og Oddur Bjarni, þáttastjórnandi.

Glæðum Grímsey og Betri Bakkafjörður í Föstudagsþætti N4

Arna Björg Bjarnadóttir og Gunnar Már Gunnarsson settust niður hjá þáttastjórnandanum Oddi Bjarna og ræddu málefni Brothættra byggða
Mynd: Stjórnarráðið (golli)

Nýr styrktarsjóður fyrir rannsóknir í mannvirkjagerð

Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskor­unum á sviði mannvirkjagerðar.

Opnað hefur aftur fyrir umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Auglýst er að nýju vegna formgalla við birtingu auglýsingar sem birtust 23. september og 25. september sl. en umsóknir sem bárust skv. þeirri auglýsingu halda gildi sínu og ekki þörf á að senda þær aftur inn.

158 umsóknir um styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Eru þetta heldur færri umsóknir en í fyrra en þá var heildarfjöldi umsókna 201 og höfðu aldrei áður borist jafnmargar umsóknir.

Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“ fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 15. desember 2021.

Niðurstöður vinnustofunnar Tunglskotin heim í hérað - samantekt og myndbönd

Dagana 20. – 21. ágúst fór fram vinnustofan Tunglskotin heim í hérað. Um var að ræða vinnustofu fyrir þátttakendur í nýsköpunarumhverfi landsbyggðanna og var hún haldin í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi. Nú er hægt að nálgast niðurstöður vinnustofunnar í samantekt í texta og myndbandaformi.

Styrkir til menningarstarfs milli Íslands og Noregs

Þau sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta nú sótt um styrki til fjölbreyttra samstarfsverkefna á sviði menningar sem skapa tengsl milli listamanna, þeirra sem starfa við menningarmál og menningarstofnana í báðum löndum.

Fréttabréf októbermánaðar heitt úr "prentun"

Fullt bréf frétta um atvinnuþróun, nýsköpun, menningarmál, umhverfismál og önnur viðfangsefni SSNE.

Úrgangsmál á Norðurlandi

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu sameiginlega að fjarfundi um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.

Byggðaþróun – styrkir til meistaranema, frestur framlengdur til 30. nóvember

Byggðastofnun auglýsti í september s.l. eftir umsóknum um styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Þar sem fáar umsóknir bárust hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn.
Getum við bætt síðuna?