Dagana 25.- 26. október sl. var haldin tveggja daga ráðstefna í Mýrdal með yfirskriftina „Menntun án staðsetningar?“ og var ein af byggðaráðstefnum sem Byggðastofnun stendur að annað hvert ár í samstarfi við Samband sveitarfélaga og landshlutasamtökin, ásamt því sveitarfélagi þar sem ráðstefnan er haldin hverju sinni. Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri mætti á ráðstefnuna fyrir hönd SSNE.