
Nýsköpunarverkefnið Roðleður vann 500 þús. kr. í Norðansprotanum 2022
Þrettán fjölbreyttar umsóknir bárust í hugmyndasamkeppnina, sem jafnframt var upphaf á nýrri hringrás nýsköpunarsstarfs hjá Norðanátt og voru sex teymi valin af dómnefnd til að kynna verkefni sín á lokaviðburðinum. María Dís Ólafsdóttir lífverkfræðingur og framkvæmdastjóri AMC ehf bar sigur úr býtum.
25.05.2022