Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd tekin á Höfðanum á Raufarhöfn. 
Sigrún Hrönn Harðardóttir

Framhald brothættra byggða á Raufarhöfn og í Öxarfirði

Byggðastofnun hefur valið verkefnin Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn til að taka þátt í nýju tilraunaverkefni sem má líta á sem nokkurskonar framhald af verkefninu Brothættar byggðir sem byggðalögin tóku bæði þátt í fyrir nokkrum árum.

Starfsdagur og kynning á Drift EA

Í gær var haldinn starfsdagur SSNE á Akureyri þar sem allt starfsfólk SSNE kom saman í Drift EA og fór í gegnum styrkleikaþjálfun undir handleiðslu Láru Kristínar, lóðs og leiðtogaþjálfara.

Vel sótt námskeið LOFTUM um vistvænar samgöngur

Loftum er fræðsluverkefni á sviði umhverfismála og er ætlað að miðla fræðslu til starfsfólks sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa innan svæðis SSNE. Efninu er miðlað á fjölbreyttan hátt, til að koma til móts við ólíkar þarfir og vinnutíma fólks.

Áhugaverðar hugmyndir á Fyrirtækjaþingi í Langanesbyggð

Þann 11. mars var haldið fyrirtækjaþing í Langanesbyggð. Fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu á svæðinu mætti en 22 aðilar frá 15 fyrirtækjum og stofnunum tók þátt.

Samtöl og samvinna um farsæld barna á Norðurlandi eystra

Undanfarin misseri hefur verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra átt samtöl við helstu þjónustuveitendur á svæðinu um stöðu þeirra hvað varðar innleiðingu farsældar og þær áskoranir og tækifæri sem fylgja farsældarlögunum.
,,Verið velkomin með okkur í hugarflug, við pökkum fyrir ykkur innblæstri, reynslu og þekkingu í bakpokann!

Verið velkomin á Krubb

Öll velkomin að prófa hugmyndasmiðju! Þið takið frá tímann fyrir hugarflug, við pökkum fyrir ykkur innblæstri, reynslu, þekkingu og kruðeríi í bakpokann.

Forvitinir frumkvöðlar - næsta erindi um skapandi hugsun

Á næsta fyrirlestri Forvitinna frumkvöðla þann 1. apríl munum við kafa ofan í hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt skapandi og lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapa verðmæti.
Fróðleg erindi

Efling atvinnuráðgjafar í Tromsö

Anna Lind verkefnastjóri SSNE og Guðrún Anna teymisstjóri hjá Vestfjarðarstofu lögðu af stað til Tromsö í Noregi mánudaginn 10. mars. Markmið ferðarinnar var að fara á námskeiðið Target circular þar gengur út á að styðja betur við frumkvöðla og fyrirtæki með markvissari ráðgöf.

Námskeið um vistvænar samgöngur og áhrif sveitarfélaga

Á námskeiðinu verður farið yfir: Kolefnislosun og orkunotkun ólíkra ferðamáta. Fjölbreyttar aðgerðir til að auka notkun vistvænna ferðamáta, raunveruleg dæmi og áhrif þeirra. Gerð samgöngusamninga og áhrif þeirra. Ákvörðunartré fyrir flug ásamt kolefnisjöfnun fyrir samgöngur. Áhrif ferðavenja á loftgæði og hvaða áhrif slæm loftgæði hafa á mismunandi hópa fólks. Umhirðu gatna og sannreyndar aðferðir til þess að minnka svifryk
María Rut Reynisdóttir framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar og Anna Rut Bjarnadóttir verkefnastjóra heimsækja Norðurland

Tónaflakk // Tónlistarmiðstöð á Akureyri

Starfsemi Tónlistarmiðstöðvar verður kynnt og sú þjónusta og stuðningur sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum og efldum Tónlistarsjóði
Getum við bætt síðuna?