Störf án staðsetningar: Sérfræðingur á þróunarsviði
Störf án staðsetningar: Sérfræðingur á þróunarsviði
Byggðastofnun leitar að öflugum liðsfélaga sem býr yfir frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna rannsóknum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Helstu verkefni
- Framkvæmd megindlegra og eigindlegra rannsókna og úrvinnsla gagna
- Skýrsluskrif og þekkingarmiðlun
- Þátttaka í mótun rannsóknarstefnu og rannsóknaráætlunar á sviði byggðamála
- Faglegur stuðningur við ýmis verkefni á sviði tölfræðigreininga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði félagsvísinda
- Þekking og reynsla af rannsóknum
- Færni í textagerð og miðlun rannsóknaniðurstaðna
- Góð færni í samskiptum
- Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Kostur er að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku
Frekari upplýsingar
Aðalskrifstofa stofnunarinnar er í nýju húsnæði á Sauðárkróki en í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er möguleiki á að ráða í starfið óstaðbundið, en skal það þó unnið utan vinnusóknar höfuðborgarsvæðisins. Byggðastofnun hefur tekið saman og birt upplýsingar um mögulegar starfsstöðvar fyrir óstaðbundin störf sem má finna á vefsíðu stofnunarinnar. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina ósk um starfsstöð í umsókn sinni.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknin getur gilt í sex mánuði frá birtingu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Senda skal umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs, sigridur@byggdastofnun.is eða í síma 455 5455.
Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2022.