
Fjölbreytt fræðsla í LOFTUM skólanum
Í LOFTUM skólanum, sem er rafrænn skóli í loftslags- og umhverfismálum, hafa starfsmenn sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar á Norðurlandi eystra, endurgjaldslausan aðgang að fjölbreyttri fræðslu í þessum málaflokki.
Rafræni skólinn er hluti af LOFTUM loftslags- og umhverfisverkefninu, sem er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra og er í umsjá SÍMEY og Þekkingarnets Þingeyinga
20.02.2025