Evrópurútan á ferð um landið! Rannís hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði mennta-, menningar-, vísinda- og fyrirtækjasamstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar til áhugasamra.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Þann 18. september nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum.
Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins um þróunarsamvinnu kallar nú eftir umsóknum íslenskra fyrirtækja um styrki til verkefna sem stuðla að atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í þróunarríkjum.
Þrátt fyrir rysjótta tíð hefur tíminn flogið áfram og sumrinu að ljúka áður en það byrjaði. Eins og líklega víðast hvar var sumarið rólegt hjá SSNE en starfsfólk týndist inn eftir sumarfrí strax eftir Verslunarmannahelgina og hefur ágústmánuður verið býsna annasamur.
Vel mætt var á opinn fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem haldinn var í Þórsveri, Langanesbyggð. Þar opnaði á dögunum Holtið, glænýr veitingastaður heimamanna í þessu gamalkunnuga og rótgróna félagsheimili Langnesinga.