Fundað með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans
Mánudaginn 26. ágúst var haldinn fundur um framtíð Flugklasans Air 66N, með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi. Fundarboð var sent til allra sveitarfélaga á Norðurlandi, en samningar um fjármögnun þeirra til verkefnisins renna út í árslok. Fundurinn var haldinn á Hotel Berjaya á Akureyri.
29.08.2024