Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Fundað með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans

Mánudaginn 26. ágúst var haldinn fundur um framtíð Flugklasans Air 66N, með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi. Fundarboð var sent til allra sveitarfélaga á Norðurlandi, en samningar um fjármögnun þeirra til verkefnisins renna út í árslok. Fundurinn var haldinn á Hotel Berjaya á Akureyri.
Frá undirritun samkomulagsins.

Eimur vex til vesturs

Í dag var undirritað samkomulag um inngöngu SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) í verkefnið Eim sem nær þá nú yfir allt Norðurland.
Hátíð hönnunar og nýsköpunar. Áherslan í ár er á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar.

Hönnun - Nýsköpun - Tónlist

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar. Áherslan ársins er á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar, tónlistar og nýsköpunar.

Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna, netöryggissjóður og tækniþróunarsjóður

Rafrænn kynningarfundur fer fram miðvikudaginn 28. ágúst kl. 11:30-12:30.

Frábær mæting á vinnustofur í Norðurþingi

Í gær voru haldnar tvær vinnustofur Í Norðurþingi vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar. Fyrri vinnustofan var haldin á Stéttinni á Húsavík og seinni á Kópaskeri og var góð mæting á báða staði. Það voru líflegar umræður um verkefni í þeim þremur flokkum sem fjallað verður um í nýrri Sóknaráætlun.

START UP STORMUR HEFST Í HAUST - Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.

Fyrsta vinnustofa vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar

Fyrsta vinnustofan vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra var haldin í Þingeyjarsveit í gær, skemmtilegar og líflegar umræður áttu sér stað og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir komuna.

Orkusjóður úthlutar tæpum 200 m.kr. til Norðurlands eystra

Þann 16. ágúst síðastliðinn voru styrkveitingar úr Orkusjóði 2024 kynntar. Í þetta skiptið voru veittar 1,342 milljónir króna til alls 53 verkefna. Þar af voru 13 verkefni sem koma til framkvæmda á Norðurlandi eystra fyrir samtals tæpar 200 milljónir króna, eða um 15% af heildarúthlutuninni.

Nýju íbúakannanagögnin komin í mælaborð Byggðastofnunar

Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun þeirra á milli kannana. Enn fremur er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var. Þetta er því orðið verulega spennandi tæki til að vinna með.
Staðsetning viðburðarins á Norðurlandi eystra er í Svartárkoti, 645 Þingeyjarsveit

Fjölskylduviðburður og matarmarkaður - Beint frá býli

Sunnudaginn 18. ágúst opnar Svartárkotsbúið í Bárðardal býli sitt fyrir íbúum Norðurlands eystra og gestum, í tilefni af Beint frá býli deginum.
Getum við bætt síðuna?