Landshlutasamtök halda utan um uppbyggingarsjóði um land allt, en þeir hafa verið partur af styrkja- og starfsumhverfi íslenskra listasafna og listafólks, í takt við áherslur Sóknaráætlanna í hverjum landshluta fyrir sig. Fyrir hönd landshlutasamtaka mun Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vera með erindi á málþinginu, sem er öllum opið.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar ferðaðist til Norð-austurbotns Finnlands, til að kynna sér þróun vindorkuvera á þessum norðlægu slóðum og skoða hvaða áhrif sú uppbygging hefur haft á samfélög þar. Markmið fararinnar var að efla þekkingu og skilning á vindorku og framleiðslu rafeldsneytis og möguleikum þess.
Þorleifur Kr. Níelsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra farsældar hjá SSNE. Þorleifur kemur með víðtæka reynslu og sérfræðiþekkingu sem mun styrkja og efla starfsemi SSNE á sviði velferðar- og samfélagsmála.