Fara í efni

Opið er fyrir umsóknir í Fræ og Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leit…
Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni.

Opið er fyrir umsóknir í Fræ og Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ eru sjóðir sem hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 24. ágúst næstkomandi verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Alltaf er opið fyrir umsóknir en umsóknir sem berast fyrir 24. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu. Tilkynnt verður um úthlutun í október 2022.

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum.

Styrkupphæð getur numið allt að tveimur milljónum króna og verkefninu skal lokið innan 12 mánaða.

Allar nánari upplýsingar um Fræ/Þróunarfræ eru að finna á síðu sjóðsins.

Getum við bætt síðuna?