Grænum skrefum SSNE heldur áfram að fjölga og í síðustu viku tók Skrifstofa Þingeyjarsveitar við viðurkenningu fyrir að hafa stigið sitt fyrsta Græna skref af fimm.
Júnímánuður hefur verið óvenju annasamur í ár hjá SSNE og auðvitað fjölmargar jákvæðar fréttir af atvinnu- og menningarlífi landshlutans sem er ánægjulegt.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. júní stefnumörkun um uppbyggingu við Finnafjörð þar sem fram kemur framtíðarsýn sveitarfélagsins, sem og markmið og leiðir að þeim. Í stefnunni lýsir sveitarstjórn Langanesbyggðar yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að framgangi Finnafjarðarverkefnisins og tekur m.a. jákvætt í þær hugmyndir sem hafa verið uppi um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði.
Könnun á aðkomu og sýn heimafólks á nýjum ferðamannaleiðum utan alfaraleiða. Könnunin beinist að völdum svæðum Norðurstrandarleiðar - The Arctic Coast Way.
Í dag kom út Íbúakönnun landshlutanna 2023 – afstaða innflytjenda. Í þeirri skýrslu er dregin fram afstaða innflytjenda í nýlokinni íbúakönnun og hún borin saman við afstöðu Íslendinga. Einnig var hún borin saman við afstöðu innflytjenda árið 2020 þegar síðasta könnun var framkvæmd.
Þann 18. júní var haldinn fundur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, en samráðsvettvangurinn skal hafa aðkomu að gerð og framkvæmd Sóknaráætlunar landshlutans.
Út er komin íbúakönnun landshlutanna 2023. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landssvæðum. Norðurlandi eystra er skipt í þrjú svæði; Akureyri, Eyjafjörð (utan Akureyrar) og Þingeyjarsýslu.
Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði árið 2024, var verkefnið Glatvarmi á Bakka. Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur.