Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Árið 1997 tóku íbúar Samsø þá ákvörðun um að verða fyrsta sjálfbæra eyjan í Danmörku og á 10 árum tókst þeim að umbreyta raforkuframleiðslu í 100% sjálfbæra orku en eyjan framleiðir allt sitt rafmagn með vindmyllum sem eru að stærstum hluta í eigu íbúanna.

Vinnustofa um heildstæð orkuskipti á Samsø

SSNE tók þátt í vinnustofu um heildstæð orkuskipti á eyjunni Samsø í Danmörku. Vinnustofan var í höndum Energi Akademiet sem hafa áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðisbundnar orkuskiptaáætlanir.

Fjárfestahátíð Norðanáttar heldur áfram að tengja frumkvöðla og fjármagn

Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum.

MIPIM fjárfestaráðstefna í Cannes

SSNE tók í fyrsta sinn þátt í fjárfestaráðstefnunni MIPIM sem haldin er árlega í Cannes, en þar koma saman fjárfestar víðsvegar að úr heiminum ásamt borgum, sveitarfélögum og öðrum sem kynntu ýmiskonar fjárfestingartækifæri.

Hátíð hugmynda og fjárfesta

Dagskráin er stútfull af spennandi viðfangsefnum líðandi stundar. Til dæmis hvernig og hversu vel staðtengd starfsemi spinnst saman við hnattræna hugsun. Konur og fjárfestingar, er íslenska síldarstúlkan í raun fyrsti englafjárfestir landsins?

Fjölmenningarráð SSNE fundaði í vikunni

Fyrsti fundur í fjölmenningarráði SSNE var haldinn 11. mars sl. Öll sveitarfélög á starfssvæði hafa skipað fulltrúa í nefndina sem mun funda fjórum sinnum á þessu ár. Mikill kraftur var í fólki, góðar umræður sem munu vonandi leiða til hagsbóta fyrir landshlutann í heils.
Stéttin á Húsavík opnaði dyrnar og Hraðið lyfti hugmyndum fólks og fyrirtækja upp í gegnum Krubb undir stjórn og í samstarfi við Klak, Eim, SSNE og Norðanátt.

Krubbur þyrlaði upp hugmyndum á Húsavík

Krubbi, vel heppnuðu samstarsverkefni stoðkerfa atvinnulífsins og fyrirtækja á svæðinu, lauk með frábærum hugmyndum sem nú eru í startholunum að verða að veruleika. Unnið var með aðferðum nýsköpunar með hráefni sem fellur til sem aukaafurð í Norðurþingi.
Anna Lind og Díana við Íslandsbásinn á MIPIM ráðstefnunni 2024

Fjárfestar, grænar lausnir og sjálfbærni á MIPIM 2024

Þessa vikuna er starfsfólk frá SSNE í för með Íslandsstofu á fjárfestahátíðinni MIPIM í Cannes að sækja sér þekkingu og kynna möguleg tækifæri fyrir fjárfestum. Í ár er áherslan á grænar lausnir og sjálfbærni.

Spurt og svarað um verkefni á sviði umhverfismála fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Þessi stund er hugsuð sem spjall um þessi mál frekar en nokkuð annað og hugsunin að geta rætt saman á mannamáli um annars ansi flókinn og víðfeðman málaflokk.

Viðhorf íbúa Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og Raufarhafnar til flugþjónustu á svæðinu

Fyrr á árinu var lögð fyrir spurningarkönnun til að kanna viðhorf íbúa á norðausturhluta landsins til flugþjónustu á svæðinu. Könnunin var gerð í samstarfi Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og SSNE.

Úthlutun á Bakkafirði

Miðvikudaginn 28. febrúar fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2024.
Getum við bætt síðuna?