Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Sumarið er mætt í garð Amtsbókasafnsins, mynd fengin að láni af facebook síðu safnsins

Tveir af 12 styrkjum bókasafnasjóðs til Norðurlands eystra

Amtsbókasafnið hlaut tvo styrki úr bókasafnasjóði 2024 og óskar starfsfólk SSNE þeim til hamingju með árangurinn!

Fyrsti fundur samráðsvettvangs atvinnulífs haldinn

Undanfarnar vikur hefur SSNE auglýst samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra sem mun hafa þann tilgang að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE. Fyrsti fundur samráðsvettvangsins var haldinn í gær og tóku þátttakendur vel í frumkvæðið að koma á slíku samtali. Meðal þess sem rætt var í gær var mikilvægi þess að kynna vel skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna, sjá nánár hér. Greinilegt er að þröfin er fyrir hendi þar sem fyrirtæki á svæðinu geta miðlað að reynslu og þekkingu sín á milli. Ráðgert er að halda næsta fund samráðsvettvangsins í haust, opið er fyrir skráningur á heimasíðu SSNE.

Styrkur til verkefnis á Bakkafirði úr Barnamenningarsjóði Íslands

Barnamenningarsjóður Íslands hefur úthlutað styrkjum að upphæð 102,4 milljónum króna til 41 verkefna fyrir árið 2024. Styrkjunum er ætlað að efla verkefni á sviði fjölbreyttra lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og með virkri þátttöku barna.

Metnaðarfull dagskrá á Siglufirði

Dagana 7. - 9. júní fer fram alþjóðleg listahátíð skapandi fólks á vegum Alþýðuhússins. Hátíðin í ár er jafnframt hluti af dagskrá Listahátíðar Reykjavíkur 2024.

Samstarf um sjálfbærni með Visit Faroe Islands

Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú með Visit Faroe Islands að verkefni sem snýst um að deila þekkingu um sjálfbærni á milli norðlenskra og færeyskra ferðaþjónustufyrirtækja.
Bryndís Fjóla Pétursdóttir hugmyndasmiður Huldustígs

Úthlutun úr Atvinnumálum kvenna til Norðurlands eystra

Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi. Huldustígur - fræðsla til þekkingar, sem hlaut styrk upp á 2 m.kr. til markaðssetningar og launakostnaðar.

Undirrituðu samning um stækkun VMA

Síðastliðin föstudag skrifuðu fulltrúar sveitarfélaga í Eyjafirði (Akureyrarbær, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur), og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra undir samning milli ríkis og sveitarfélaga um stækkun á húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri.

Iceland Innovation Week

Nú er yfirstaðin Iceland Innovation Week sem haldin er árlega í Reykjavík.

Velferðartæknimessa í Fjallabyggð - Aflýst vegna veðurs

Viðburði hefur verið aflýst vegna veðurs. Ný dagsetning kemur síðar. Þann 5. júní nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum.

Frjór farvegur til nýsköpunar í Færeyjum

Norðanáttarteymið hélt til Færeyja til að sækja nýsköpunarhátíðína Tonik.
Getum við bætt síðuna?