Undanfarnar vikur hefur SSNE auglýst samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra sem mun hafa þann tilgang að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE. Fyrsti fundur samráðsvettvangsins var haldinn í gær og tóku þátttakendur vel í frumkvæðið að koma á slíku samtali.
Meðal þess sem rætt var í gær var mikilvægi þess að kynna vel skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna, sjá nánár hér. Greinilegt er að þröfin er fyrir hendi þar sem fyrirtæki á svæðinu geta miðlað að reynslu og þekkingu sín á milli.
Ráðgert er að halda næsta fund samráðsvettvangsins í haust, opið er fyrir skráningur á heimasíðu SSNE.
Barnamenningarsjóður Íslands hefur úthlutað styrkjum að upphæð 102,4 milljónum króna til 41 verkefna fyrir árið 2024. Styrkjunum er ætlað að efla verkefni á sviði fjölbreyttra lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og með virkri þátttöku barna.
Dagana 7. - 9. júní fer fram alþjóðleg listahátíð skapandi fólks á vegum Alþýðuhússins. Hátíðin í ár er jafnframt hluti af dagskrá Listahátíðar Reykjavíkur 2024.
Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú með Visit Faroe Islands að verkefni sem snýst um að deila þekkingu um sjálfbærni á milli norðlenskra og færeyskra ferðaþjónustufyrirtækja.
Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi. Huldustígur - fræðsla til þekkingar, sem hlaut styrk upp á 2 m.kr. til markaðssetningar og launakostnaðar.
Síðastliðin föstudag skrifuðu fulltrúar sveitarfélaga í Eyjafirði (Akureyrarbær, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur), og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra undir samning milli ríkis og sveitarfélaga um stækkun á húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri.
Viðburði hefur verið aflýst vegna veðurs. Ný dagsetning kemur síðar.
Þann 5. júní nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum.