Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri þá er starfsfólk í óstaðbundnum störfum almennt séð farsælt í starfi. Í því samhengi vekur SSNE athygli á því að opið er fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
Ef þú hefur áhuga á að sækja um styrk fyrir tillögu þína að norrænu menningarsamstarfi eða norrænu menningarverkefni, þá býður Norræna húsið uppá ráðgjöf varðandi styrki hjá Nordic Culture Point (Nordisk kulturkontakt), sem er menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.
Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rann út 16. október, en alls bárust 147 umsóknir, þar af voru 70 menningarverkefni, 67 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn- og rekstrarstyrkir menningarstofnana.
Miðvikudaginn 2. október var haldinn árlegur íbúafundur í verkefninu Betri Bakkafirði undir hatti Brothættra byggða. Farið var yfir árangur í verkefninu og rædd tækifæri næstu missera og ára. Sveitarstjóri, Björn S. Lárusson, fór yfir mikilvægi orðspors Bakkafjarðar og hvað íbúar gætu gert til að hlúa að því.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins.