Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð
Skrifað
11.09.2024
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Sóknaráætlun
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð
Í dag var opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og verður umsóknargáttin opin til kl. 12:00 þann 16. október.
Veittir eru styrkir í eftirfarandi þremur flokkum:
- Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
- Verkefnastyrkir á sviði menningar
- Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar
Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við verkefni sem falla að núgildandi Sóknaráætlun.
Rafræn vinnustofa fyrir umsækjendur fer fram 18. september kl. 16:15 á íslensku. Skráning á vinnustofuna fer fram hér.
Rafræn vinnustofa fyrir umsækjendur fer fram 20. september kl. 12:15 á ensku.
Skráning á vinnustofuna fer fram hér.
Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má nálgast bæði á íslensku og ensku.