Styrki til verkefna sem stuðla að atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í þróunarríkjum.
Styrki til verkefna sem stuðla að atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í þróunarríkjum.
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins um þróunarsamvinnu tekur á móti umsóknum fyrirtækja um styrki til samstarfsverkefna í þróunarríkjum tvisvar á ári. Verkefni skulu jafnan styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran hagvöxt og mannsæmandi atvinnutækifæri í þróunarríkjum, auk þess að hafa tengingu við önnur heimsmarkmið sem Ísland leggur áherslu á í þróunarsamvinnu sinni.
- Hámarksstyrkur er 30 m.kr. á þriggja ára tímabili.
- Næsti umsóknarfrestur er til 10. september 2024.
- Nánari upplýsingar er að finna í verklagsreglum sjóðsins.
- Öllum umsóknum skal skila í tölvupósti á atvinnulifssjodur@utn.is
Fyrirtæki sem eru opinberlega skráð sem slík og eru ekki ríkisaðilar geta sótt til sjóðsins. Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni stuðli að þverlægum markmiðum þróunarsamvinnu Íslands um mannréttindi, sjálfbærni og jafnrétti kynjanna. Fyrirtæki geta tekið höndum saman með félagasamtökum, háskólum og öðrum slíkum aðilum við framkvæmd verkefna.
Áherslan er annars vegar á lágtekju- og lágmillitekjuríki á lista þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC/OECD) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar. Hins vegar er áherslan á smáeyþróunarríki (SIDS) á sama lista. Verkefni þarf að vinna í samvinnu við traustan samstarfsaðila í þróunarlandi.
Fyrirpurnum svarað hjá atvinnulifssjodur@utn.is og á Heimstorgi Íslandsstofu.