Styrkjatækifæri á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs
Styrkjatækifæri á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs
Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.
Evrópurútan mun stoppa á tveimur stöðum í okkar landhluta og bjóða íbúum til fundar og samtals um tækfæri í heimabyggð til alþjóðasamstarfs í gegnum fjölmargar samstarfsáætlanir Evrópusambandins.
- Þriðjudaginn 17. september kl. 16:00-18:00 í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri
- Mánudaginn 23. september kl. 15:30-17:00 á Holtinu á Þórshöfn, Langanesbyggð
Meirihluti tímans verður ráðstafað í samtöl í smærri hópum þar sem gestir fá tækifæri til að fræðast um tilteknar áætlanir sem þeir hafa áhuga á.
Dagskráin er eftirfarandi:
• Stutt almenn kynning
• Verkefni úr heimabyggð kynnt, einhver sem hefur farið í gegnum umsóknarferlið
• Samtal í smærri hópum um tækifæri og styrki (Starfsfólk Rannís skiptir sér niður á svæðinu og býður áhugasöm í nánara samtal)
Evrópurútan er skipulögð af Rannís sem hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði menntunar, menningar, vísinda og fyrirtækjasamstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar um:
- Erasmus+
- Horizon Europe
- Creative Europe
- European Solidary Corps
- Enterprise Europe Network
- Digital Europe
- LIFE
- Nordplus
Við hvetjum öll til að mæta og kynna sér tækifæri til alþjóðasamstarfs til framtíðar fyrir sína heimabyggð.
Óskað er eftir skráningu á viðburðina fyrir áætlun veitinga á hverjum stað fyrir sig.
Hlekkur á skráningu: https://forms.office.com/e/mAgTA5tQkH
Nánar má lesa um viðburðaröðina á:https://www.rannis.is/vidburdir/evropusamvinna/evropurutan/