Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Krubbur hugmyndahraðhlaup - opið fyrir þátttöku

Nýsköpun - hugmyndahraðhlaup - raunverulegar áskoranir - verðlaun

Námskeið í gerð losunarbókhalds fyrir sveitarfélög

28. febrúar næstkomandi verður starfsfólki sveitarfélaga boðið upp á námskið um gerð losunarbókhalds en losunarbókhald gefur sveitarfélögum yfirsýn yfir losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og er gagnlegt tól til að leggja mat á kolefnisspor til að hægt sé að draga úr því á markvissan og hagkvæman hátt.

Veist þú um skrifstofuhúsnæði á Akureyri?

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) leita eftir 150-300 fm2 skrifstofuhúsnæði til leigu á Akureyri.
Frá heimsókn til GMM í Finnlandi

Ráðuneyti og SSNE vinna saman að útfærslu söfnunar dýraleifa á landsvísu

Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið og SSNE hafa sett af stað vinnu við útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu, í áhættuflokki 1, með það að markmiði að efnið komist í viðeigandi úrvinnslu eða förgun. Með þessari aðgerð er brugðist við úrskurði eftirlitsstofnun EFTA um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart EES samningnum þegar kemur að því að tryggja að dýraleifum í efsta áhættuflokki sé safnað, svo þeim megi komið til viðunandi vinnslu eða förgunar.

27,5 milljónir til tveggja verkefna á Norðurlandi eystra úr Byggðaáætlun

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til tíu verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036

Átta teymi freista gæfunnar á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Átta fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 20. mars næstkomandi.

Drifkraftur borgarsvæða skapar tækifæri um allt land

Drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Með borgarstefnu er markmiðið að styðja við þróun borgarsvæða sem drifkraft velsældar, fjölbreyttari búsetukosta og aukinnar samkeppnishæfni landsins.

Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunds á Akureyri um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030.

Vel sótt málþing SSNE - Út um borg og bý

Föstudaginn 9. febrúar hélt SSNE vel heppnað málþing með yfirskriftinni Út um borg og bý, þar sem meðal annars var reynt að svara spurningunni, Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?
Hrönn Soffía Björgvinsdóttir verkefnastjóri hringrásarverkefna hjá Amtsbókasafninu á Akureyri tekur við viðurkenningunni frá Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, verkefnastjóra SSNE.

Amtsbókasafnið tekur sitt fyrsta Græna skref

Grænum skrefum SSNE er sífellt að fjölga og Amtsbókasafnið á Akureyri tók við viðurkenningu fyrir að hafa stigið sitt fyrsta græna skref af fimm í síðustu viku.
Getum við bætt síðuna?