Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið og SSNE hafa sett af stað vinnu við útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu, í áhættuflokki 1, með það að markmiði að efnið komist í viðeigandi úrvinnslu eða förgun. Með þessari aðgerð er brugðist við úrskurði eftirlitsstofnun EFTA um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart EES samningnum þegar kemur að því að tryggja að dýraleifum í efsta áhættuflokki sé safnað, svo þeim megi komið til viðunandi vinnslu eða förgunar.