Ársþing SSNE er hafið
Ársþing SSNE fer fram í Þingeyjarsveit í dag og á morgun. Þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna og þátttaka kjörinna fulltrúa því mikilvæg. Þingum SSNE er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum. Þing var sett í morgun með 92% mætingu fulltrúa.
18.04.2024