Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
,,Sameiginleg framtíðarsýn fyrir landshlutann er dýrmæt fyrir alla ákvarðanatöku og langtímaáætlanir sem unnar eru innan sveitarfélaganna. Svæðisskipulagi er ætlað að takast á við áskoranir líkt og sjálfbæra landnotkun og íbúðauppbyggingu.

Ársþing SSNE er hafið

Ársþing SSNE fer fram í Þingeyjarsveit í dag og á morgun. Þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna og þátttaka kjörinna fulltrúa því mikilvæg. Þingum SSNE er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum. Þing var sett í morgun með 92% mætingu fulltrúa.
Starfshópurinn ásamt sveitarstjórnarfulltrúum við Font, Langanesi.

Mikilvægt að koma orkumálum við Langanes í betri farveg

Forgangsmál er að stórauka flutningsgetu á raforku til Þórshafnar og nágrennis eigi að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega.

Ráðstefna um óáþreifanlegan menningararf

Erindin á ráðstefnunni verða fjölbreytt og flutt frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 20. apríl í Hofi.

Skilaboð frá ungmennum

Skilaboðin eru gott innlegg í komandi stefnumótunarvinnu Sóknaráætlunar. Sömuleiðis mætti horfa á þessi atriði sem hugmyndabanka að viðburðum, fyrir t.d. fræðslu-, menningar-, æskulýðs- og/eða tómstundafulltrúa.

Ellefu glæný tónverk eftir börn og ungmenni frumflutt í Hofi

Afar velheppnaðir tónleikar Upptaktsins á Norðurlandi eystra, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna, fóru fram í gær, sunnudag, í Menningarhúsinu Hofi.

Saman gegn sóun í Hofi

Þriðjudaginn 9. apríl síðastliðinn var haldinn fundur þar sem áhugasömum gafst færi á að fræðast um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og koma með tillögur að aðgerðum. Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist vel.
Skapandi hugur og atvinna sameinast í Mývatnssveit

Menning og skapandi greinar - Samstarf og sókn

Samkvæmt niðurstöðum íbúakannana þykir ljóst að málaflokkurinn er mikilvægur fyrir vellíðan og búfestu, en viðskipta- og menningarráðuneytið vinnur nú að skýrslu þar sem sýnt er fram á í hagtölum hversu mikið hreyfiafl skapandi greinar og menning er fyrir efnahag í landinu.

Námskeið um samgöngumiðað skipulag og virka ferðamáta

LOFTUM og SSNE stóðu að námskeiði um samgöngumiðað skipulag og virka ferðamáta á Stéttinni á Húsavík í morgun. Námskeiðið var haldið af Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, verkefnastjóra hjá SSNE, og er það fyrsta af mörgum í námskeiðsröð þar sem fræðslan er aðlöguð að stærð og staðbundnu samhengi viðkomandi sveitarfélags.

Frá hugmynd að viðurkenndri grisjunarstefnu

Söfnin eru mikilvægar stofnanir í samfélaginu, bæði á sviði minjavörslu og rannsókna en ekki síður sem áfangastaðir sem bjóða ferða- og heimafólki Norðurlands eystra í heimsókn og halda uppi hefðum, sögu, list- og menningarviðburðum allan ársins hring. 

Dagskrá ársþings SSNE birt

Ársþing SSNE verður haldið 18. og 19. apríl n.k. í Þingeyjarsveit.
Getum við bætt síðuna?