Dagskrá ráðstefnunnar var yfirgripsmikil og metnaðarfull en óhætt er að segja að fjárhagur sveitarfélaga og aðrar krefjandi áskoranir hafi verið rauður þráður í efnistökum og umfjöllun.
Fagráð umhverfismála hjá SSNE bauð starfsfólki sveitarfélaga er sinna umhverfismálum á vinnustofu að Breiðumýri í Þingeyjarsveit 28. október. Vel var mætt og umræður urðu líflegar.
Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 8. nóvember nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.
Í þetta sinn verða veittir fjárstyrkir til rannsókna og verkefna á sviði vísindafræða, nánar tiltekið vísindasögu, vísindaheimspeki og vísindamiðlunar.
Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græna umbreytingin eru aðalmálefnin á dagskrá árlegrar ráðstefnu norrænu byggðastofnunarinnar, Nordregio, sem verðu haldinn á netinu 23.-24. nóvember nk.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni.