Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Nýr verkefnisstjóri Glæðum Grímsey

Arna Björg Bjarnadóttir er nýráðinn verkefnisstjóri Glæðum Grímsey sem ákveðið hefur verið að framlengja til ársloka 2022. Hún tekur við af Karen Nótt Halldórsdóttur sem við þökkum kærlega fyrir samstarfið en Karen verður verkefninu áfram innan handar sem fulltrúi íbúa í verkefnisstjórn.

Nýr verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar

Við bjóðum velkominn Gunnar Má Gunnarsson sem í gær tók við starfi verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar um leið og við þökkum Ólafi Áka Ragnarssyni fyrir vel unnin störf.

Mánaðarlegt fréttabréf SSNE er komið út

Fréttabréf um atvinnuþróun, nýsköpun, menningar- og umhverfismál og önnur viðfangsefni SSNE í júlí 2021.

Sumarið er tíminn! Starfsfólk SSNE komið í sumarfrí

Starfsfólk SSNE verður í sumarfríi til 3. ágúst. Starfsstöðvar verða lokaðar þangað til. Njótið sumarsins og góða veðursins!

Mánaðarlegt fréttabréf SSNE er komið út

Fullt bréf frétta um atvinnuþróun, nýsköpun, menningarmál, umhverfismál og önnur viðfangsefni SSNE í júní 2021

Aukaúthlutun 2020 vegna Covid 19: staða verkefna

Nú eru 27 af þeim 37 verkefnum sem styrkt voru um mitt ár 2020 í aukaúthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra lokið og eru verklok hinna áætluð nú í haust. Verkefnin voru fjölbreytt og áhugaverð en viðtöl við styrkþega hafa og munu birtast á vef SSNE sem og Facebook síðu samtakanna. Næsta úthlutun fer fram í janúar 2022 en auglýst verður eftir styrkjum í október 2021.

Ásgarður, skóli í skýjunum

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til Ásgarðs vegna skóla í skýjunum 4 m. kr. Verkefnið gengur út á að tengja saman nemendur á unglingastigi í gegnum miðlæga kemnslu frá Ásgarði skóla í skýjunum. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tölvuleikjahönnun og áhugasviðsverkefni auk nokkurra annarra heildstæðra verkefna þar sem námsgreinar eru samþættar og tengdar áhugasviði nemenda. Grunnskólinn í Hrísey, Reykjahlíðarskóli í Skútustaðahreppi, Þingeyjarskóli, Stórutjarnarskóli, Grunnskólinn á Þórshöfn, Grunnskólinn á Raufarhöfn og Lundi hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefninu. Í skýjunum ehf er rekstraraðili Ásgarðs - skóla í skýjunum og nýtir styrkinn til þess að undirbúa tilraunakennsluna með því að hanna og setja fram námsefnið í Ásgarði í gegnum vefgáttina www.learncove.io. Fyrirhugað er að kennslan hefjist í ágúst og standi fram í desember

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands óskar eftir öflugum verkefnastjóra. Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands er miðstöð þjónustu og þekkingar með áherslu á nýsköpun og samvinnu í heilbrigðis- og velferðartæknimálum á Norðurlandi. Klasanum er ætlað að nýta og skapa tækifæri til þróunar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sem mun bæta og auka gæði í þjónustu við íbúa á Norðurlandi. Klasinn mun leiða saman hagaðila í opinbera geiranum, einkafyrirtækjum og vísindasamfélaginu ásamt því að stuðla að þróun í þjónustu og fjárfestingu í nýrri þekkingu og nýsköpun. Helstu verkefni og ábyrgð Stefnumótun og þróun í samráði við stjórn klasans Dagleg umsjón og verkefnastýring Greiningarvinna og framsetning á gögnum Móta samráðsvettvang klasans Móta rekstrarumhverfi klasans til framtíðar Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Þekking á heilbrigðis- og velferðarmálum er kostur Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun Reynsla í að leiða saman ólíka hagaðila og góð samskiptafærni skilyrði Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta Reynsla af framsetningu gagna, skýrsluskrif og kynningar Góð tölvu -og tækniþekking Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands hefur verið í þróun í töluverðan tíma með aðkomu Öldrunarheimila Akureyrar, SAK, HSN, SSNE ofl. Verkefnið var gert að áhersluverkefni SSNE 2021 og hlaut nýverið hæsta styrk úr nýsköpunarsjóðnum Lóu. Klasinn hyggist nýta tækifæri og þekkingu á norðurslóðum til að kanna möguleika á samstarfsverkefnum og stuðla að fræðslu um heilbrigðis- og velferðartækni. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er umsemjanlegt, í það minnsta 50% og starfið gæti hentað með öðrum verkefnum. Starfið er auglýst án staðsetningar á Norðurlandi eystra. Umsóknarfrestur er til 11. júlí og tekið er við umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi í gegnum Alfreð Allar nánari upplýsingar veita Axel Björgvin Höskuldsson, axel.hoskuldsson@hsn.is og Sigurður Einar Sigurðsson, ses@sak.is

Hringrás Nýsköpunnar

SSNE, SSNV, NÍN, RATA, Hacking Hekla og Eimur lögðu saman inn umsókn í Lóuna, nýsköpunarsjóð landsbyggðanna, til að byggja upp Hringrás Nýsköpunnar á Norðurlandi.

Tvö störf á lögfræði- og fyrirtækjasviði Byggðastofnunar

Stjórnsýsla póstmála hefur nú flust til Byggðastofnunar, skv. lögum um póstþjónustu. Byggðastofnun leitar að tveimur sérfræðingum með góða samskipta- og skipulagshæfileika sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á nýju verkefnasviði stofnunarinnar, auk þess að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er af stofnuninni. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall beggja starfa er 100%. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Getum við bætt síðuna?