Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Hólasandslína 3

23. júní fór verkefnaráð Hólasandslínu 3 í vettvangsferð á slóðir línunnar. Nú hillir undir lok verksins og gaman að sjá möstrin rísa á Hólasandi. Ennþá er stefnt að spennusetningu línunnar í lok árs og óhætt að segja að það sé góður gangur í verkefninu. Framkvæmdin sem hér um ræðir felst í nýbyggingu 220 kV raflínu, Hólsandslínu 3 frá Akureyri að Hólasandi. Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Starf án staðsetningar - sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en sjóðurinn er hluti af skrifstofu sveitarstjórnarmála í ráðuneytinu.

Laust starf hjá SSNE: Verkefnastjóri - Fjármál og rekstur

Leitað er að öflugum verkefnastjóra fjármála og reksturs hjá SSNE. Verkefnastjórinn kemur einnig að atvinnuráðgjöf og nýsköpun. Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Starfið er á Akureyri og er umsóknarfrestur til 28.júní

Vegvísir: gagnvirkur upplýsingavefur um samgöngur, fjarskipti og byggðamál

Á vefnum eru upplýsingar um markmið, aðgerðir, fjármagn, framvindu og árangur í þremur lykiláætlunum ráðuneytisins – samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun þar sem hægt er að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.

Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

GEOTHERMICA og JPP Smart Energy Systems auglýsa eftir umsóknum um styrki til verkefna í sameiginlegu kalli fyrir árið 2021 „Accelerating the Heating and Cooling Transition“. Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til Circel Air 5 m. kr. vegna verkefnisins „millilandaflug – næstu skref“

Hugmyndasamkeppni lokið – vinningshafar!

Takk fyrir þátttökuna í hugmyndaþorpi Norðurlands og að sameinast í að takast á við áskoranir tengdar fullvinnslu afurða! Margar skemmtilegar og áhugaverðar hugmyndir urðu til í þorpinu og ýmislegt sem hægt er að skoða betur. Þorpið er enn opið þó að hugmyndasamkeppninni sé lokið og við hvetjum fólk til að kíkja þar inn og skimast um.

Fréttabréf maímánaðar er komið út

Fréttabréfið að þessu sinni inniheldur upplýsingar og greinar m.a. um fundarröð SSNE með sveitarstjórnum vegna endurskoðunar sóknaráætlunar, þau verkefni á Norðurlandi eystra sem fengu styrki úr ýmsum opinberum sjóðum nýverið, Nýsköpunarvikuna sem klárast í dag og um samgöngustefnu landshlutans auk þess sem við kynnum og bjóðum velkominn nýjan verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar.

Vorúthlutun úr Tækniþróunarsjóði 2021

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 72 verkefna, sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri, að ganga til samninga um nýja styrki. Í boði voru styrktarflokkarnir Hagnýt rannsóknaverkefni, Fræ, Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur. Alls bárust 459 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 16%. Haft verður samband við verkefnastjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Úthlutun á styrkjum til atvinnumála kvenna

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði 27. maí sl. styrkjum til atvinnumála kvenna og hlutu 44 verkefni styrki að fjárhæð 40.000.000 kr. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Getum við bætt síðuna?