Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ungskáld 2021

Laugardaginn 23. október frá kl. 10.00-15.30 verður ritlistasmiðja Ungskálda haldin í Menntaskólanum á Akureyri.
mynd: stjórnarráðið/golli

Styrkir til þróunarverkefna í nautgriparækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt, samkvæmt VIII. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning í landbúnaði.
Mynd: Byggðastofnun

Verkefnastjórafundur Brothættra byggða

Verkefnisstjórar Brothættra byggða og sambærilegra byggðaþróunarverkefna komu saman til fundar í húsakynnum Byggðastofnunar dagana 12. og 13. okt. sl. Ánægjulegt var að hópurinn gat loksins hist á staðfundi eftir langan tíma eftir takmarkanir vegna COVID-19. Dagskráin var þéttskipuð. Farið var yfir verkefnislýsingu Brothættra byggða og ýmis praktísk málefni tengd framkvæmd og umsýslu verkefna í þátttökubyggðarlögunum. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar kynnti hlutverk og starfsemi Byggðastofnunar. Fundargestum gafst færi á að kynnast nánar lánamöguleikum Byggðastofnunar, ýmissi þróunarvinnu á sviði byggðamála s.s. þróun mælaborða um byggðatengd málefni og aðgerðaáætlun byggðaáætlunar stjórnvalda.

Opið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð

Opið er fyrir umsóknir í lýðheilsusjóð.Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landslækni og lýðheilsu (41/2007) og reglugerð um lýðheilsusjóð (1260/2011). Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.

Til­nefn­ing­ar til Lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar 2021

Til­nefn­ing­ar óskast til lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir ár­ið 2021. Hægt er að til­nefna fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök, stofn­an­ir eða ein­stak­linga. Til­nefn­ing­ar þurfa að ber­ast fyr­ir 27. októ­ber en við­ur­kenn­ing­in verð­ur veitt á Lofts­lags­fund­in­um þann 19. nóv­em­ber næst­kom­andi í Hörpu ( nán­ari upp­lýs­ing­ar um fund­inn).
Norrænir mataráfangastaðir 2019: Gimburlombini – Nólsoy, Færeyjum. Mynd: Odd Stefán

EMBLA- Norrænu matarverðlaunin kalla eftir tilnefningum fyrir árið 2021

Emblu-matarverðlaunin voru sett á stofn af sex norrænum landbúnaðarstofnunum árið 2017 og eru veitt annað hvert ár. Hlutverk þeirra að breiða út þekkingu á norrænum matvælum.

Hringrásarhagkerfið verður að veruleika

Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga skrifa.
Hópurinn saman á Bakkafirði. Myndina tók Gunnar Már, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar

Vettvangsferð nemenda við Háskólann á Akureyri

Í síðustu viku bauðst bæði nemendum í Heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og skiptinemum í hagfræðilegri þróun, sama skóla, að heimsækja norðausturhornið með skipulagðri vettvangsverð. Nemendur heimsóttu m.a. Bakkafjörð, Raufarhöfn og Húsavík og fræddust um vísindasamstarf og náttúrurannsóknir, uppbyggingu ferðaþjónustu á jaðarsvæðum, verkefni tengd brothættum byggðum, og ýmis tækifæri á sviði nýsköpunar, orku, sjálfbærni og loftslagsmála.
Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ragnhildur Sigurðardóttir fyrir hönd Svartárkots menningar— náttúru við undirritun viljayfirlýsingarinnar í gamla grunnskólanum á Skútustöðum. Mynd/Skútustaðahreppur.

Stefna að stofnun rannsóknaseturs í sameinuðu sveitarfélagi

Fulltrúar Háskóla Íslands, Svartárkots menningar — náttúru, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar undirrituðu í gær, 12. október viljayfirlýsingu um að vinna í sameiningu að stofnun rannsóknaseturs á sviði umhverfishugvísinda í sameinuðu sveitarfélagi í Suður-Þingeyjarsýslu en sókn í mennta- og skólamálum er ein af höfuð áherslum í sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.
Mynd: MN

Glæðum Grímsey: Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð

Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey auglýsir eftir umsóknum. Styrkir eru veittir í eftirfarandi flokkum: Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu- og nýsköpunar. Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar
Getum við bætt síðuna?