Í síðustu viku bauðst bæði nemendum í Heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og skiptinemum í hagfræðilegri þróun, sama skóla, að heimsækja norðausturhornið með skipulagðri vettvangsverð. Nemendur heimsóttu m.a. Bakkafjörð, Raufarhöfn og Húsavík og fræddust um vísindasamstarf og náttúrurannsóknir, uppbyggingu ferðaþjónustu á jaðarsvæðum, verkefni tengd brothættum byggðum, og ýmis tækifæri á sviði nýsköpunar, orku, sjálfbærni og loftslagsmála.