Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Opið fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins um þróunarsamvinnu

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á því að nú er hægt að sækja um í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs (áður Samstarfssjóður atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna).

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána fyrir árið 2022.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi.

Síðasta fréttabréf ársins 2021 er komið út

Sannkallað hátíðareintak þar sem formaður samtakanna er með áhugaverðan pistil og framkvæmdastjóri fer yfir liðið ár. Auk þessa efnis er þetta helst í deiglunni í þessu 23. tölublaði fréttabréfs SSNE:

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Opið er fyrir tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna 2022 til 7.janúar nk.
Ljósmynd: Vitafélagið

Handverkshefð á Húsavík á lista UNESCO

Gleðilegar fréttir bárust þann 14. desember síðastliðinn þegar Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, samþykkti að skrá norræna súðbyrðinginn, þ.e.a.s. smíði hans og notkun, sem óáþreifanlegan menningararf mannkynsins. Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni til UNESCO, þar með talið Menningarmiðstöð Þingeyinga og Vitafélagið. Meirihluti bátanna í bátasafninu á Húsavík eru einmitt fulltrúar þessarar tvö þúsund ára gömlu handverskhefðar á Norðurlöndum.

Ágrip framkvæmdastjóra SSNE

Við erum ítrekað að reka okkur á mikilvægi stefnumótunar fyrir landshlutann. Hverjar eru áherslur í þessum landshluta þegar kemur að stóru málunum? Það er gríðarlega mikilvægt fyrir landshlutasamtök að hafa skýra stefnu til að byggja á þegar við rækjum það hlutverk okkar að gæta hagsmuna heildarinnar í landshlutanum, m.a. gagnvart ríkisvaldinu. Nýlegt dæmi um þessa stöðu er umsögn um fjárlagafrumvarpið.

Einyrkjakaffi á Tröllaskaga

Einyrkjar, frumkvöðlar og fólk í fjarvinnu í Fjallabyggð kíktu við á skrifstofu SSNE í Fjallabyggð í desembermánuðinum.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE

Árangur næst þegar flestir róa í sömu átt

Norðurland eystra nær frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Innan svæðisins búa um 30 þúsund manns í 13 sveitarfélögum. Byggðirnar í landshlutanum eru fjölbreyttar, Akureyri gegnir þar ákveðinni sérstöðu sem svæðisborg, þá eru á svæðinu stærri bæir, minni bæir, brothættar byggðir og dreifbýli. Okkar starf byggir á þeirri hugmyndafræði að ríkir sameiginlegir hagsmunir séu fyrir hendi í landshlutanum og að sem liðsfélagar séum við líklegri til þess að ná þeim slagkrafti sem til þarf til þess að ná árangri fyrir hönd íbúa og atvinnulífs á öllu svæðinu.
Þorsteinn Jakob Klemenzson. (Aðsend mynd)

Vá hvað ég hata þriðjudaga! - Ungskáld 2021

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021 voru kynnt í Amtsbókasafninu á Akureyri 9.desember sl. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jakob Klemenzson fyrir „Vá hvað ég hata þriðjudaga!" Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með „Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt" og Þorbjörg Þóroddsdóttir hreppti þriðja sætið fyrir verk sitt „Mandarínur". Alls bárust 52 verk frá 29 þátttakendum í keppnina að þessu sinni. Að Ungskáldum standa Amtsbókasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa, Ungmennahúsið í Rósenborg, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ. Þorsteinn gaf SSNE leyfi til að birta þetta skemmtilega verk eftir hann. Njótið vel!
Getum við bætt síðuna?