Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Verkefnið Ratsjáin fer fram úr væntingum

Síðastliðin þriðjudag hittist forsvarsfólk þeirra tólf ferðaþjónustufyrirtækja sem tóku þátt í Ratsjánni á Norðausturlandi til að ljúka vel lukkaðri 12 vikna samvinnu í verkefninu. Sá hittingur var að frumkvæði þátttakenda og lýsir vel stemmningunni sem náðist í hópnum.

Viltu hafa áhrif á mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra?

SSNE óskar eftir fulltrúum í samráðsvettvang um mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetjum við því ungt fólk og fólk af ólíkum uppruna sérstaklega til að gefa kost á sér.

Matarboð Nýsköpunarvikunnar

SSNE og SSNV munu taka þátt í Nýsköpunarvikunni dagana 26. maí til 2. júní og verður dagskráin fjölbreytt og ætlað að endurspegla frumkvöðlakraftinn og þá nýsköpun sem er í gangi á Norðurlandi.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, SSNV, Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstofu Norðurlands og Eyþór Björnsson, SSNE við undirritun samningsins í morgun

SSNE og SSNV fela Markaðsstofu Norðurlands rekstur áfangastaðastofu

Í dag var undirritaður samningur Markaðsstofu Norðurlands, SSNE og SSNV um rekstur áfangastaðastofu. Þar með lýkur því ferli sem hefur staðið yfir formlega allt frá árinu 2017
Frá undirritun í Hofi. Mynd: Elva Gunnlaugsdóttir.

Norðurland og norðurslóðir - Undirritun samnings í Hofi

Í dag var formlega skrifað undir samning um áhersluverkefnið milli SSNE og Norðurslóðanets Íslands og í tilefni af því bauð Akureyrarbær og SSNE Utanríkisráðaherra til fundar undir yfirskriftinni Norðurland og norðurslóðir.

SSNE auglýsir eftir verkefnastjóra

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra í verkefnið „Betri Bakkafjörður“. Verkefnið er hluti af verkefnum „Brothættra byggða“ og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, SSNE og Langanesbyggðar. Um 100% starf er að ræða.
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE

Tækifærin á Norðurlandi eystra

Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE var í viðtali við Vikublaðið þar sem hann reifaði tækifærin í landshlutanum, áframhaldandi uppbyggingu og mikilvægi nýsköpunar í atvinnumálum.

Hacking Norðurland - vel heppnað lausnamót

Lausnamótið Hacking Norðurland fór fram dagana 15.-18. apríl þar sem unnið var með sjálfbæra nýtingu auðlinda Norðurlands út frá orku, vatni og mat. Markmið lausnarmótsins var að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum viðskiptatækifærum og verkefnum, ásamt því að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi.

Áhugavert og efnismikið ársþing SSNE að baki

Ársþing SSNE var haldið með rafrænum hætti á föstudag og laugardag í síðustu viku.

Loftlagsmót fyrirtækja 2021

Loftlagsmótið er vettvangur fyrir fyrirtæki og aðra aðila í nýsköpun þar sem gefst möguleiki til að hittast á örfundum til að ræða loftlagsmál og í framhaldinu gefst svo öllum tækifæri til að bóka stutta fundi með öðrum aðilum. Þarna er verið að ræða hverkyns lausnir sem styðja við loftlagsmál og umhverfisvænni rekstur.
Getum við bætt síðuna?