Upplýsingamyndbönd - frá hugmynd að veruleika
Upplýsingamyndbönd - frá hugmynd að veruleika
Landshlutasamtökin í samstarfi við Byggðastofnun hafa látið útbúa stutt fræðslumyndbönd með upplýsingum fyrir þá sem ganga með hugmynd í maganum, vilja sækja um styrki, eru að velta fyrir sér rekstarformum og markaðssetningu fyrirtækja, vilja gera viðskiptaáætlun eða koma sínum rekstri á framfæri til dæmis á samfélagsmiðlum. Myndböndin eru hnitmiðuð, gagnleg og fjallar hvert þeirra um afmarkað efni. Hægt er að horfa á myndböndin hér fyrir neðan en þau eru einnig aðgengileg á youtube rás SSNE.
Við hvetjum áhugasama um að horfa á þau öll en fyrir nánari upplýsingar ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa hjá SSNE.
Rekstrarform
Þegar kemur að því að stofna fyrirtæki er mikilvægt að velja rekstrarform sem hentar. Það gæti virkað flókið - en ekki láta flókin orð standa í vegi fyrir stórkostlegri hugmynd.
Styrkir og sjóðir
Vilt þú sækja um styrk til að koma hugmynd þinni áfram? Ráðgjafar SSNE veita stuðning til frumkvöðla á öllum stigum nýsköpunar.
Markaðssetning
Markaðssetning er lykilþáttur í rekstri fyrirtækja. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað það er sem viðskiptavinurinn þarfnast svo hægt sé að uppfylla þarfir hans.
Viðskiptaáætlun
Hvernig geri ég viðskiptaáætlun? - SSNE veitir stuðning til fyrirtækja og frumkvöðla á öllum stigum nýsköpunar.
Virði vörunnar
Ert þú með viðskiptahugmynd? Hvaða virði hefur varan eða þjónustan? Hvaða vanda leysir hún og hvaða þörf er hún að uppfylla?
Markaðssetning á samfélagsmiðlum
Markaðssetning á samfélagsmiðlum hefur það fram yfir aðra miðla að auðvelt er að greina árangurinn og yfirleitt er kostnaður lítill. En hvaða miðill hentar þér og þínum viðskiptavinum?