Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Friðland Svarfdæla

Í desember 2020 voru veittir styrkir úr stefnumótandi byggðaáætlun til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. SSNE vann umsóknir fyrir hönd átta verkefna þar sem þrjú þeirra hlutu styrk fyrir alls 56 m.kr. Verkefnið Friðlandsstofa – anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð var eitt af þessum verkefnum. Verkefnið snýr að því að endurnýja húsnæði Gamla skólans í Dalvíkurbyggð og stofna Friðlandsstofu með aðkomu Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar. Friðlandsstofa verði fræðslusetur og aðsetur starfsmanns Friðlandsins. Byggðasafn Dalvíkurbyggðar mun einnig flytja í Gamla skólann og einnig verður sett upp fuglasýningu sem hefur verið í geymslu í nokkur ár. Töluverð vinna hefur verið lögð í að finna starfsemi sem hentar inn í húsnæðið til að koma því í notkun aftur og er Friðlandsstofa sprottin af þeirri hugmyndavinnu. Fuglafriðlandið er það elsta á landinu og hefur verið byggt mikið upp undanfarið með bættu aðgengi, göngustígum, göngubrúm, fuglaskoðunarhúsum og fuglaskoðunarstígum. „Styrkveitingin gefur okkur í Dalvíkurbyggð byr undir báða vængi og erum við þakklát SSNE fyrir samstarfið. Nú hefst uppbygging anddyris Friðlandsstofu, flutningur Byggðasafnsins og einnig endurbygging Gamla skóla, verkefni sem hefur setið á hakanum í nokkur ár“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð.

Kynningarfundur Norðanáttar um Vaxtarrými

Norðanátt stendur fyrir kynningarfundi þann 13. september næstkomandi um Vaxtarrými fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi. 

Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu

Við vekjum athygli á að vefráðstefna um samstarf sveitarfélaga um stafræna umbreytingu fer fram miðvikudaginn 29. september nk. frá klukkan 9:00 – 12:30. Í febrúar 2021 var samþykkt að sveitarfélögin myndu vinna saman að stafrænni þróun og stofna stafrænt þróunarteymi sveitarfélaganna. Undanfarna mánuði hafa sveitarfélög stigið stór skref til samstarfs um stafræna umbreytingu og er fyrsta samstarfsverkefni sveitarfélaga um stafræna afgreiðslulausn fyrir fjárhagsaðstoð komið vel á veg en henni er ætlað að ryðja brautina fyrir fleiri sameiginlegar lausnir.
Mynd tekin við opnun starfsstöðvar.

Opnun starfsstöðvar á Tröllaskaga og viðvera starfsmanna

SSNE opnaði nýlega í fyrsta sinn starfsstöð á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE verður með viðveru þar fyrsta mánudag í hverjum mánuði og verður því til viðtals mánudaginn 6. september nk.
Mynd: vb

Fjárfestingarátak um uppbyggingu varanlegra salerna á áningarstöðum við hringveginn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur að fjárfestingarátaki um uppbyggingu varanlegra salerna á áningarstöðum við hringveginn. Verkefnið er boðið út í samstarfi við Ríkiskaup.

Fréttabréf ágústmánaðar er komið út

Í þessu 18. eintaki af mánaðarlegu fréttabréfi SSNE er farið um víðan völl, enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða. Að þessu sinni er fréttabréfið því lengra en vanalega, en meðal frétta í þessu eintaki er til að mynda:

Málefni norðurslóða rædd við fulltrúa Utanríkisráðuneytisins

SSNE fékk góða gesti í gær frá Utanríkisráðuneytinu, þegar Einar Gunnarsson sendiherra og fyrrverandi fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautráðsins í formanstíð Íslands (2019-2021), Pétur Ásgeirsson nýr fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins, Sólrún Svandal sérfræðingur í málefnum Norðurslóða og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri komu til að ræða málefni Norðurslóða. Eitt af áhersluverkefnum SSNE er Norðurslóðamiðstöð Íslands þar sem meginmarkmiðið er að Akureyri verið formlega viðurkennd Norðurslóðasmiðstöð Íslands, auk enn frekar vægi Akureyrar í málefnum Norðurslóða á Íslandi (Arctic Akureyri), auka samvinnu sveitarfélaga á Norðurlandi í málefnum Norðurslóða og auka stuðning við rannsóknasamvinnu á Norðausturlandi vegna umsókna í stóra samkeppnissjóði. Síðar sama dag fór fram undirritun á samstarfssamningi milli Norðurslóðanets Íslands og Utanríkisráðuneytisins. Við það tækifæri sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að áframhaldandi samtarf við Norðurslóðanetið væri mikið fagnaðarefni. „Á Akureyri hefur byggst upp sterkur norðurslóðaklasi. Við væntum þess að Norðurslóðanetið leiði þróun hans áfram í samræmi við nýja norðurslóðastefnu sem Alþingi samþykkti í vor. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hve þróttmikil starfsemin er hér undir einu þaki með Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur tveggja af vinnuhópum Norðurskautsráðsins, skrifstofu Alþjóða Norðurslóðavísindanefndarinnar (IASC)og Háskólann á Akureyri í broddi fylkingar. Við Íslendingar erum öll norðurslóðabúar en Akureyringar og Norðlendingar eru fremst meðal jafningja í þessum málaflokki.“

Nýr verkefnastjóri SSNE á Húsavík

Hildur Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnisstjóra SSNE með megin áherslu á menningarmál. Hún hóf störf 1. september sl., og er með starfsstöð á Húsavík. Hildur er uppalin á Vopnafirði og er ættuð þaðan í móðurætt og í Núpasveit í föðurætt.

Forsætisráðherra ræðir málefni Grímseyjar

Á fundinum var staða Grímseyjar rædd í víðu samhengi og farið yfir helstu tækifæri og ógnanir. Samgöngumálin voru þó efst á baugi.

Skógarkolefni

Skógarkolefni er verkefni sem Skógræktin hefur hrundið af stað til að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt.
Getum við bætt síðuna?