
Metfjöldi umsókna í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar
Í Frumkvæðissjóð Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Betri Bakkafjörður bárust 17 umsóknir. Er þetta mesti fjöldi umsókna síðan verkefnið hófst. Umsóknirnar eru fjölbreyttar og hafa það allar að markmiði að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og stuðla að sterkari stöðu byggðarlagsins í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.
20.12.2021