Kynningarfundur um styrki og lán - Atvinnumál kvenna
Kynningarfundur um styrki og lán - Atvinnumál kvenna
Miðvikudaginn 16.febrúar nk. kl.16.00 verður haldinn rafrænn kynningarfundur um styrki og lán sem eru í boði hjá Atvinnumálum kvenna en umsóknarfrestur um styrki er til 3.mars en um lán til 15.mars.
Styrkir:
Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og til gerðar viðskiptaáætlunar. Hámarksstyrkur er 4 m.kr. og er helmingur af kostnaði styrkhæfur.
Lán:
Fyrirtæki í meirihlutaeigu kvenna geta sótt um allt að 10 m.kr.lán hjá Svanna-lánatryggingasjóði kvenna. Lánin eru veitt til verkefna sem geta leitt til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar í fyrirtækjum.
Fundurinn er haldinn á Teams og er nauðsynlegt að skrá sig á fundinn með því að smella á meðfylgjandi hlekk og skrá þar inn nafn og netfang.